Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar 18. september 2025 12:30 Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Sjá meira
Sem framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi hef ég verið skipaður af stjórnvöldum í samráðshóp Hljóðbókasafns Íslands. Í hópnum eiga sæti fulltrúar frá Blindrafélaginu, Félagi sérkennara, Sjónstöð og Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga. Hlutverk hópsins er að veita ráðgjöf og koma á framfæri sjónarmiðum notenda og hagsmunaaðila. Á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að undirbúa sameiningu þriggja stofnana – Hljóðbókasafns Íslands, Kvikmyndasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands og var ákveðið að flytja minni söfnin í Þjóðarbókhlöðuna. Markmiðið er hagræðing og sparnaður. Þó að Félag lesblindra hafi skilning á nauðsyn hagræðingar í rekstri ríkisins höfum við alvarlegar áhyggjur af afleiðingum slíkrar sameiningar fyrir þjónustu við notendur Hljóðbókasafnsins. Hljóðbókasafnið, sem áður hét Blindrabókasafn Íslands og var stofnað árið 1983, hefur sérhæft sig í þjónustu við fólk sem á erfitt með lestur – blinda, sjónskerta og lesblinda einstaklinga. Lesblindir eru nú stærsti lánþegahópurinn, en blindir eru meðal virkastu notenda safnsins. Safnið hefur byggt upp einstaka nálægð við notendur sína: Þar hefur verið hægt að panta sérhæft efni og fá það lesið sérstaklega upp. Safnið hefur þróað náin tengsl við hagsmunasamtök og notendur. Þjónustan hefur verið persónuleg, sveigjanleg og sniðin að þörfum þeirra sem treysta á hana í daglegu námi, starfi og lífi. Stuttar boðleiðir hafa verið lykill í grunnþjónustu safnsins við notendur Við óttumst að við sameiningu muni þessi sérstaða tapast. Í stað þess að hafa framkvæmdastjóra sem ber eingöngu ábyrgð á Hljóðbókasafninu, verður einn stjórnandi settur yfir þrjár ólíkar stofnanir. Þá er hætt við að forgangsröðun færist frá notendum sem þurfa sérsniðinn stuðning – og þjónustan verði dregin saman í stað þess að þróast áfram. Það má minna á að Hljóðbókasafnið hefur lengi glímt við fjárhagslega þrengingu og ef safnið verður hluti af stærri einingu er veruleg hætta á að þessi mikilvæga þjónusta verði enn meira aðþrengd, ekki síst með það í huga að Landsbókasafn hefur undanfarin ár verið rekið með nokkrum halla. Við hjá Félagi lesblindra teljum að sameiningin muni leiða til skerðingar á þjónustu og framboði af lesnu efni. Hún gæti grafið undan þeirri sérstöðu sem Hljóðbókasafnið hefur byggt upp í 40 ár og sem þúsundir Íslendinga með lestrarörðugleika treysta á. Við hvetjum stjórnvöld til að endurmeta þessa ákvörðun og tryggja að notendur Hljóðbókasafnsins fái áfram þá persónulegu og sérhæfðu þjónustu sem hefur verið hornsteinn starfseminnar frá upphafi. Sparnaður má ekki verða til þess að veikja rétt þeirra sem standa höllum fæti þegar kemur að lestri og aðgengi að menntun, menningu og upplýsingum. Framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun