Handbolti

Janus sagður á leið til Barcelona

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Janus Daði gerði aðeins tveggja ára samning við Pick Szeged og gæti farið næsta sumar. 
Janus Daði gerði aðeins tveggja ára samning við Pick Szeged og gæti farið næsta sumar. 

Janus Daði Smárason er sagður á leið til Barcelona næsta sumar, þegar samningur hans við Pick Szeged rennur út.

Spænski miðillinn Mundo Deportivo greinir frá því að samningaviðræður eigi sér nú stað og fátt geti komið í veg fyrir að Janus verði leikmaður Barcelona á næsta tímabili.

Janus myndi þá koma inn í liðið í stað Domen Makuc, sem er á leið til Kiel næsta sumar.

Samningur Janusar við ungverska liðið Pick Szeged rennur út eftir tímabilið og talið er að hann muni þá skrifa undir þriggja ára samning við Barcelona.

Hann yrði liðsfélagi Viktors Gísla Hallgrímssonar en báðir leika með íslenska landsliðinu í handbolta.

Janus átti fínan leik fyrr í kvöld þegar Pick Szeged sótti 36-31 sigur á útivelli gegn GOG í Danmörku. Hann skoraði fimm mörk úr sex skotum og gaf tvær stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×