Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar 19. september 2025 07:30 Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum. Með barnslega von í hjarta kveikir hún á einni eftir annarri og sér í hugskotinu heitan eld, matarilm, hlátur og ást. En hver eldspýta slokknar jafnóðum. Enginn sér hana og enginn kemur. Að lokum er hún horfin. Hún dó ekki eingöngu vegna kulda, heldur vegna þess að enginn sá hana í tæka tíð. Það er einmitt þessi blinda, þetta skeytingarleysi sem sagan dregur upp af slíkri nákvæmni sem á enn erindi við okkur í dag. Við lifum í samfélagi sem telur sig velmeinandi og siðmenntað. Við byggjum upp velferðarkerfi, tölum um réttindi barna, aukinn stuðning og félagsleg úrræði. En á sama tíma líða börn og ungmenni fyrir það að vera ósýnileg. Þetta eru börnin sem eru til staðar fyrir aðra, mæta í skólann, taka þátt í tómstundum og lifa innan um okkur. En innra með þeim ríkir kuldi sem við sjáum ekki nema við gefum okkur tíma til að horfa. Þessi kuldi er ekki mælanlegur með hitamæli. Hann birtist sem tilfinningaleg fjarlægð, einmanaleika, þögn sem enginn rýnir í, merki sem eru send en ekki móttekin. Börn sem eru stöðugt þreytt, sem segja lítið, sem brosa á röngum augnablikum eða forðast augnsamband. Þau sýna ekki endilega slæma hegðun, þau eru kannski bara að gefa frá sér veikburða vonarneista. Lítil eldspýta, kveikt í myrkrinu. Við sem störfum með börnum hvort sem við erum kennarar, frístundaráðgjafar, starfsfólk leikskóla, foreldrar eða aðrir fullorðnir í lífi barna fáum tækifæri, ekki endilega til að leysa vandann heldur til að sjá hann. Og það eitt og sér getur skipt sköpum. Það getur verið freistandi að trúa því að ábyrgðin hvíli hjá fagfólki, þ.e. sálfræðingum, námsráðgjöfum og barnaverndarnefndum. En áður en þau kerfi fá tækifæri til að bregðast við, er oft löngu búið að kveikja á mörgum eldspýtum og alltof oft síðustu eldspýtunni. Það þarf ekki háfleyg orð eða yfirgripsmiklar aðgerðir til að sýna að við sjáum þau. Það getur falist í því að spyrja aftur þegar barn svarar „allt í lagi“, að þegja með þegar þögnin segir meira en orðin, að brosa ekki aðeins til hópsins heldur líka einstaklingsins sem heldur sig til hlés. Það er stundum í litlu augnablikunum sem börn finna að þau skipta máli. Sú hætta sem blasir við í dag er ekki aðeins geðrænn vandi ungmenna heldur félagslegur doði okkar sem samfélags. Að hlusta ekki eftir undirliggjandi tón, að vanmeta táknin, að afgreiða áhyggjur sem duttlunga eða skort á sjálfsaga. Og í því samhengi erum við ekki ósvipuð fólkinu í ævintýrinu, fólkinu sem gekk framhjá stúlkunni í snjónum, of upptekið eða ónæmt til að staldra við. Við getum ekki bjargað öllum, en við getum breytt einhverju fyrir þá sem standa næst okkur. Það krefst ekki menntunar í geðheilbrigðisfræðum heldur vilja til að tengjast. Vilja til að veita eftirtekt, að líta ekki framhjá því sem virðist smátt. Þegar barn finnur að það er séð og tekið alvarlega, getur sú reynsla kveikt eitthvað innra með því sem heldur lífinu gangandi, jafnvel í erfiðum aðstæðum. Sagan um stúlkuna með eldspýturnar er harmleikur, en hún er líka varnaðarorð. Hún minnir okkur á að það sem virðist fjarlægt og óraunverulegt og getur átt sér hliðstæðu í okkar eigin hverfi, í okkar eigin stofu og í okkar eigin fjölskyldu. Og sú minning þarf að fylgja okkur, ekki sem sorgarsaga heldur sem hvatning til að sjá betur, hlusta betur og bregðast fyrr við aðstæðum. Við megum ekki bíða eftir síðustu eldspýtunni. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum fyrstu vonarneistana áður en þeir slokkna. Höfundur er mannvinur og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Sagan um stúlkuna með eldspýturnar hefur fylgt mörgum frá bernsku. Í sögunni stendur stúlkan ein úti í kuldanum, berfætt og hrakin, með fáeinar eldspýtur í lófanum. Með barnslega von í hjarta kveikir hún á einni eftir annarri og sér í hugskotinu heitan eld, matarilm, hlátur og ást. En hver eldspýta slokknar jafnóðum. Enginn sér hana og enginn kemur. Að lokum er hún horfin. Hún dó ekki eingöngu vegna kulda, heldur vegna þess að enginn sá hana í tæka tíð. Það er einmitt þessi blinda, þetta skeytingarleysi sem sagan dregur upp af slíkri nákvæmni sem á enn erindi við okkur í dag. Við lifum í samfélagi sem telur sig velmeinandi og siðmenntað. Við byggjum upp velferðarkerfi, tölum um réttindi barna, aukinn stuðning og félagsleg úrræði. En á sama tíma líða börn og ungmenni fyrir það að vera ósýnileg. Þetta eru börnin sem eru til staðar fyrir aðra, mæta í skólann, taka þátt í tómstundum og lifa innan um okkur. En innra með þeim ríkir kuldi sem við sjáum ekki nema við gefum okkur tíma til að horfa. Þessi kuldi er ekki mælanlegur með hitamæli. Hann birtist sem tilfinningaleg fjarlægð, einmanaleika, þögn sem enginn rýnir í, merki sem eru send en ekki móttekin. Börn sem eru stöðugt þreytt, sem segja lítið, sem brosa á röngum augnablikum eða forðast augnsamband. Þau sýna ekki endilega slæma hegðun, þau eru kannski bara að gefa frá sér veikburða vonarneista. Lítil eldspýta, kveikt í myrkrinu. Við sem störfum með börnum hvort sem við erum kennarar, frístundaráðgjafar, starfsfólk leikskóla, foreldrar eða aðrir fullorðnir í lífi barna fáum tækifæri, ekki endilega til að leysa vandann heldur til að sjá hann. Og það eitt og sér getur skipt sköpum. Það getur verið freistandi að trúa því að ábyrgðin hvíli hjá fagfólki, þ.e. sálfræðingum, námsráðgjöfum og barnaverndarnefndum. En áður en þau kerfi fá tækifæri til að bregðast við, er oft löngu búið að kveikja á mörgum eldspýtum og alltof oft síðustu eldspýtunni. Það þarf ekki háfleyg orð eða yfirgripsmiklar aðgerðir til að sýna að við sjáum þau. Það getur falist í því að spyrja aftur þegar barn svarar „allt í lagi“, að þegja með þegar þögnin segir meira en orðin, að brosa ekki aðeins til hópsins heldur líka einstaklingsins sem heldur sig til hlés. Það er stundum í litlu augnablikunum sem börn finna að þau skipta máli. Sú hætta sem blasir við í dag er ekki aðeins geðrænn vandi ungmenna heldur félagslegur doði okkar sem samfélags. Að hlusta ekki eftir undirliggjandi tón, að vanmeta táknin, að afgreiða áhyggjur sem duttlunga eða skort á sjálfsaga. Og í því samhengi erum við ekki ósvipuð fólkinu í ævintýrinu, fólkinu sem gekk framhjá stúlkunni í snjónum, of upptekið eða ónæmt til að staldra við. Við getum ekki bjargað öllum, en við getum breytt einhverju fyrir þá sem standa næst okkur. Það krefst ekki menntunar í geðheilbrigðisfræðum heldur vilja til að tengjast. Vilja til að veita eftirtekt, að líta ekki framhjá því sem virðist smátt. Þegar barn finnur að það er séð og tekið alvarlega, getur sú reynsla kveikt eitthvað innra með því sem heldur lífinu gangandi, jafnvel í erfiðum aðstæðum. Sagan um stúlkuna með eldspýturnar er harmleikur, en hún er líka varnaðarorð. Hún minnir okkur á að það sem virðist fjarlægt og óraunverulegt og getur átt sér hliðstæðu í okkar eigin hverfi, í okkar eigin stofu og í okkar eigin fjölskyldu. Og sú minning þarf að fylgja okkur, ekki sem sorgarsaga heldur sem hvatning til að sjá betur, hlusta betur og bregðast fyrr við aðstæðum. Við megum ekki bíða eftir síðustu eldspýtunni. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum fyrstu vonarneistana áður en þeir slokkna. Höfundur er mannvinur og kennari.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun