Trump og Selenskí funda á ný Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. september 2025 13:16 Þetta yrði þriðji fundur forsetanna sem hittust síðan þann 18. ágúst. EPA Forseti Úkraínu og forseti Bandaríkjanna koma til með að funda á ný í næstu viku á þingi Sameinuðu þjóðanna. Úkraínuforseti segist ætla ræða viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Rússum. Þetta verður þriðji fundur forsetanna tveggja frá því að kjörtímabil Donalds Trump Bandaríkjaforseta hófst í janúar. Fundurinn mun eiga sér stað á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku. Á fundi með blaðamönnum sagðist Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti ætla að hvetja Trump til að beita Rússa viðskiptaþvingunum. Hann sagðist þá búast við að Rússar yrðu beittir frekari viðskiptaþvingunum skyldi Vladimír Pútín Rússlandsforseti halda áfram að neita beiðni Selenskí um fund, augnliti til augnlitis, þar sem hægt væri að ræða vopnahlé. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Trump hefur ítrekað hótað því að beita Rússum viðskiptaþvingunum, en aldrei staðið við hótanirnar eða sett einhvers konar skilmála fyrir þeim. Í síðustu viku sagði Bandaríkjaforsetinn að hann myndi beita þvingununum ef að öll aðildarríki í Atlantshafsbandalaginu myndu hætta að kaupa olíu af Rússum og myndu setja tolla á innfluttar vörur frá Kína. Einu löndin í Evrópu sem enn kaupa olíu af Rússum eru Ungverjaland og Slóvakía. „Trump forseti býst við sterkum viðbrögðum frá Evrópu. Ég held að við séum að eyða miklum tíma ef viðskiptaþvinganir verða svo eki settar á eða engin skref verða tekin,“ segir Selenskí. Selenskí vill einnig ræða við Trump um hvaða öryggisráðstafanir Bandaríkjamenn geti veitt þeim í friðarviðræðum. Olena Selenskí, eiginkona Úkraínuforsetans, verður „líklegast“ með honum í för og kemur til með að funda með Melania Trump, eiginkonu Bandaríkjaforseta. Þeirra fundur mun snúast um hvernig sækja eigi úkraínsku börnin sem að Rússar hafa rænt. Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Þetta verður þriðji fundur forsetanna tveggja frá því að kjörtímabil Donalds Trump Bandaríkjaforseta hófst í janúar. Fundurinn mun eiga sér stað á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku. Á fundi með blaðamönnum sagðist Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti ætla að hvetja Trump til að beita Rússa viðskiptaþvingunum. Hann sagðist þá búast við að Rússar yrðu beittir frekari viðskiptaþvingunum skyldi Vladimír Pútín Rússlandsforseti halda áfram að neita beiðni Selenskí um fund, augnliti til augnlitis, þar sem hægt væri að ræða vopnahlé. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að Trump hefur ítrekað hótað því að beita Rússum viðskiptaþvingunum, en aldrei staðið við hótanirnar eða sett einhvers konar skilmála fyrir þeim. Í síðustu viku sagði Bandaríkjaforsetinn að hann myndi beita þvingununum ef að öll aðildarríki í Atlantshafsbandalaginu myndu hætta að kaupa olíu af Rússum og myndu setja tolla á innfluttar vörur frá Kína. Einu löndin í Evrópu sem enn kaupa olíu af Rússum eru Ungverjaland og Slóvakía. „Trump forseti býst við sterkum viðbrögðum frá Evrópu. Ég held að við séum að eyða miklum tíma ef viðskiptaþvinganir verða svo eki settar á eða engin skref verða tekin,“ segir Selenskí. Selenskí vill einnig ræða við Trump um hvaða öryggisráðstafanir Bandaríkjamenn geti veitt þeim í friðarviðræðum. Olena Selenskí, eiginkona Úkraínuforsetans, verður „líklegast“ með honum í för og kemur til með að funda með Melania Trump, eiginkonu Bandaríkjaforseta. Þeirra fundur mun snúast um hvernig sækja eigi úkraínsku börnin sem að Rússar hafa rænt.
Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira