Innlent

Sjálf­stæði Palestínu, minningar­at­höfn um Kirk og tré ársins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Bretland, Kanada og Ástralía hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Forsætisráðherra Bretlands segir það gert til að endurvekja vonina um frið. Forsætisráðherra Ísraels segir ákvörðunina hins vegar jafngilda verðlaunum fyrir hryðjuverkamenn.

Fjallað verður um ákvörðunina í kvöldfréttum Sýnar í kvöld, og rýnt í þýðingu hennar með alþjóðastjórnmálafræðingi. 

Í kvöldfréttum verður einnig rætt við foreldra drengs sem veiktist alvarlega árið 2023, en þau segjast hafa þurft að berjast með kjafti og klóm fyrir endurhæfingu hans, og að allur kostnaður hafi fallið fjölskylduna. Mismunandi svör hafi borist frá því sem þau kalla andlitslaust kerfi.

Þá sýnum við frá fjölmennri minningarathöfn um bandaríska stjórnamálarýnandann Charlie Kirk, sem var myrtur fyrr í mánuðinum, og fjöllum um landsþing Viðreisnar sem fór fram um helgina, þar sem forysta flokksins var endurkjörin, og tillögu um nafnabreytingu var hafnað af fundarmönnum. Eins verður rætt við fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem ávarpaði fundinn.

Við segjum frá íslenskir flugumferðarstjórum á vegum Isavi, sem hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana, eins og Kristján Már komst að á dögunum. Svo kynnum við okkur tré ársins og sjáum frá afar skrautlegu kapphlaupi í París, þar sem keppendur ganga um beina á strætum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×