Erlent

Bein út­sending: Minningar­at­höfn Charlie Kirk

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Elon Musk er mættur og við hlið hans er öldunardeildarþingmaðurinn Rick Scott.
Elon Musk er mættur og við hlið hans er öldunardeildarþingmaðurinn Rick Scott. AP

Donald Trump Bandaríkjaforseti og JD Vance varaforseti eru meðal þeirra sem munu halda tölu á minningarathöfn til heiðurs Charlie Kirk í Arizona í dag. Athöfnin fer fram á State Fram leikvanginum sem rúmar um 63 þúsund manns og er óðum að fyllast.

Charlie Kirk var eins og frægt er skotinn til bana 10. september síðastliðinn á viðburði á vegum samtaka sinna Turning point USA, þar sem hann ræddi við háskólanemendur í Utah.

Formleg dagskrá minningarathafnarinnar hefst klukkan 18 að íslenskum tíma, en þangað til er verið að spila kristna rokktónlist á meðan leikvangurinn fyllist af fólki.

Donald Trump er á leið á svæðið, en hann sagði við fréttamenn fyrr í dag að dagurinn í dag verði erfiður. JD Vance varaforseti verður einnig á staðnum, ásamt Marco Rubio utanríkisráðherra, Pete Hegseth stríðsmálaráðherra og Eriku Kirk, ekkju Charlie, sem hefur tekið við stjórnartaumunum hjá samtökum Charlie.

Trump hefur sagt Kirk hafa spilað lykilhlutverk í endurkjöri hans í embætti forseta árið 2024, en Kirk, sem var gríðarlega vinsæll íhaldssamur áhrifavaldu, var yfirlýstur stuðningsmaður hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×