Fótbolti

Dort­mund heldur í við Bayern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Smelli koss'á þig.
Smelli koss'á þig. EPA/FRIEDEMANN VOGEL

Borussia Dortmund lagði Wolfsburg 1-0 í efstu deild þýska fótboltans. Sigurinn þýðir að Dortmund heldur enn í Þýskalandsmeistara Bayern München en fátt virðist ætla að koma í veg fyrir að Bæjarar vinni deildina enn á ný.

Sigurmark leiksins var af dýrari gerðinni. Karim Adeyemi fékk boltann frá bakverðinum Julian Ryerson. Þó hann væri lengst frá marki ákvað Adeyemi að láta vaða og söng boltinn í netinu. Kamil Grabara, markvörður Wolfsburg gat ekki annað en hrist hausinn. Leikurinn var ekki beint endanna á milli og hélt Dortmund út, lokatölur 1-0.

Er í þráðum sem að láta alla horfa á mig.EPA/FRIEDEMANN VOGEL

Bayer Leverkusen gerði þá 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach. Malik Tillman kom heimamönnum í Leverkusen yfir þegar tuttugu mínútur lifðu leiks en Haris Tabaković jafnaði metin fyrir Gladbach þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Hinn skoski Oliver Burke skoraði svo þrennu í 4-3 útisigri Union Berlín á Eintracht Frankfurt.

Beittur Burke boltann netið setti í.EPA/RONALD WITTEK

Dortmund er nú með 10 stig að loknum fjórum umferðum, tveimur minna en Bayern. Frankfurt er með sex stig í 6. sæti, Union Berlín er með jafn mörg stig í 10. sæti og Leverkusen er með fimm stig í 11. sæti. Gladbach er svo í fallsæti með aðeins tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×