Kastrup lokað vegna drónaflugs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 19:57 Mynd er úr safni. Arroyo Moreno/Getty Images Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. Í fréttum danskra miðla er haft eftir Henrik Stormer yfirmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar að hún sé með töluverðan viðbúnað á flugvellinum. Málið sé litið alvarlegum augum. Fimmtán flugvélum hafi verið beint annað vegna drónanna. Hluti þeirra muni lenda í Billund. Þar hafi verið kallaður út auka mannskapur. Þá hefur þremur flugvélum verið beint til Álaborgar og munu sænskir flugvellir, til að mynda í Malmö einnig taka við flugvélum. TV2 ræðir við farþega í einni af flugvélunum sem send var til Billund. Hann segir að flugstjórinn ætli sér að taka eldsneyti í Billund og fljúga til Kaupmannahafnar þegar kostur er. Einni flugvél hafi verið leyft að lenda á flugvellinum nú fyrir skemmstu. Ástæðan er sú að eldsneytið var á þrotum. Ekki kemur fram um hve marga dróna sé að ræða að svo stöddu. Þá hafa danskir fjölmiðlar ekki fengið upplýsingar um stærð þeirra. CPH Lufthavn er pt lukket for start og landing, idet 2-3 større droner er set flyve i området. Tidshorisonten er pt. ukendt.#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) September 22, 2025 Tveir handteknir í Noregi Þá vekur það athygli danskra miðla að á sama tíma berist fréttir frá Noregi af því að tveir hafi verið handteknir í kvöld fyrir að fljúga dróna nálægt herstöð í Osló. Samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins eru þar á ferðinni tveir erlendir ríkisborgarar. Þeir hafi flogið dróna sínum yfir Akershus virki norska hersins í Osló borg. Ekki sé vitað hvað þeim hafi gengið til. Tekið er fram í frétt TV2 af málinu að ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að drónaflugin í Noregi og Danmörku tengist. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Fréttir af flugi Noregur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Í fréttum danskra miðla er haft eftir Henrik Stormer yfirmanni Kaupmannahafnarlögreglunnar að hún sé með töluverðan viðbúnað á flugvellinum. Málið sé litið alvarlegum augum. Fimmtán flugvélum hafi verið beint annað vegna drónanna. Hluti þeirra muni lenda í Billund. Þar hafi verið kallaður út auka mannskapur. Þá hefur þremur flugvélum verið beint til Álaborgar og munu sænskir flugvellir, til að mynda í Malmö einnig taka við flugvélum. TV2 ræðir við farþega í einni af flugvélunum sem send var til Billund. Hann segir að flugstjórinn ætli sér að taka eldsneyti í Billund og fljúga til Kaupmannahafnar þegar kostur er. Einni flugvél hafi verið leyft að lenda á flugvellinum nú fyrir skemmstu. Ástæðan er sú að eldsneytið var á þrotum. Ekki kemur fram um hve marga dróna sé að ræða að svo stöddu. Þá hafa danskir fjölmiðlar ekki fengið upplýsingar um stærð þeirra. CPH Lufthavn er pt lukket for start og landing, idet 2-3 større droner er set flyve i området. Tidshorisonten er pt. ukendt.#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) September 22, 2025 Tveir handteknir í Noregi Þá vekur það athygli danskra miðla að á sama tíma berist fréttir frá Noregi af því að tveir hafi verið handteknir í kvöld fyrir að fljúga dróna nálægt herstöð í Osló. Samkvæmt fréttum norska ríkisútvarpsins eru þar á ferðinni tveir erlendir ríkisborgarar. Þeir hafi flogið dróna sínum yfir Akershus virki norska hersins í Osló borg. Ekki sé vitað hvað þeim hafi gengið til. Tekið er fram í frétt TV2 af málinu að ekkert bendi til þess á þessum tímapunkti að drónaflugin í Noregi og Danmörku tengist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Fréttir af flugi Noregur Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira