Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar 23. september 2025 08:17 Í lok ágúst voru Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. með opið hús uppi á Keldum í tvo daga, þar sem kynntar voru vinnslutillögur að skipulagi þessa nýja borgarhluta. Opna húsið var vel sótt og fólk áhugasamt um hvað til stæði á Keldnasvæðinu. Ég skrapp uppeftir til að fá betri tilfinningu fyrir staðnum því ég hafði einfaldlega aldrei komið á Keldur. Þetta var fallegur og sólríkur síðsumarsdagur og ég viðurkenni að staðurinn greip mig strax. Fyrsta hugsun var - Vá, hérna verður geggjað að búa! Skipulags- og vinnslutillagan sem nú liggur fyrir byggir á verðlaunatillögu úr opinni alþjóðlegri samkeppni sem efnt var til í upphafi árs 2023. Sænska arkitektastofan FOJAB var þar hlutskörpust og hefur síðan unnið að skipulagi svæðisins. Borgarhlutanum verður skipt upp í þrjá minni hverfishluta – Keldur, Hæðin og Korpa – og er áætlað að fullbyggt muni þar rísa um 5500 íbúðir og að íbúar þess verði minnst um 12.000. Þar að auki er gert ráð fyrir atvinnurými fyrir um 6000 störf þar sem núverandi rannsóknarstarfsemi að Keldum gæti myndað grunninn að rannsóknar- og þekkingarkjarna í austurhluta borgarinnar. Hverfið verður því sannkölluð blönduð byggð þar sem íbúðir, skólar, starfsemi og nærþjónusta fléttast saman við opin græn svæði og þau miklu náttúrugæði sem finna má í botni Grafarvogs. Hryggjarsúlan í öllu skipulagi svæðisins verður Borgarlínan sem fléttar sig í gegnum hverfin þrjú. Í hverju þeirra verður stoppistöð Borgarlínunnar staðsett á miðlægum stöðvartorgum sem munu virka sem hjarta og kjarni hvers hverfis. Torgin eru hugsuð sem lifandi borgarrými þar sem öll helsta nærþjónusta gæti komið sér fyrir. Þar verði hægt að grípa sér kaffi og kleinu að morgni áður en vagninn yrði tekin til vinnu, versla í matinn á leiðinni heim síðdegis og svo fá sér lítinn bragðaref eftir kvöldmat. Það er einmitt vegna Borgarlínunnar sem okkur er kleift að hugsa samgönguskipulag hverfisins með nýjum hætti. Og í raun má segja að Keldur séu fyrsta hverfi landsins sem skipulagt er í grunninn útfrá öflugum almenningssamgöngum. Sú nálgun krefur okkur um að endurskoða hvernig við nýtum það landrými sem er til staðar að Keldum. Við þurfum að þróa og vinna með nýjar lausnir þegar kemur að bílaumferð og bílastæðum innan hverfisins. Það er ekki þar með sagt að bílar verði útilokaðir frá Keldum, síður en svo. En það fylgir því ákveðið frelsi að móta nýtt hverfi frá grunni útfrá þeirri grundvallarspurningu hvernig við búum til gott borgarumhverfið, þar sem almenningssamgöngur og gangandi og hjólandi vegfarendur eru í forgangi. Eftir að kynningarferli vinnslutillögunnar lauk hafa bílastæðamál hverfisins fengið nánast alla athyglina. Ég skil að einhverju leyti áhyggjur fólks af þeim takmarkaða fjölda bílastæða sem tillögurnar gera ráð fyrir. En í mínum huga eiga bílastæði hinsvegar að vera tæknilegt úrlausnarefni en ekki kjarninn í því hvernig heill borgarhluti er uppbyggður. Ákvörðun um fjölda bílastæða tekur væntanlega meðal annars mið af því hvernig hverfin þrjú byggjast upp í áföngum. Hlutdeild þeirra per íbúð gæti því verið meiri til að byrja með en svo þynnst út eftir því sem hverfið byggist upp og akstur Borgarlínunnar eflist. Fyrirkomulag bílastæðanna þarf svo að skoða útfrá byggingatæknilegum aðstæðum og aðgengiskröfum á hverjum reit. Þar skiptir auðvitað lykilmáli að kröfum byggingarreglugerðar sé fylgt og tryggt sé að gott aðgengi sé fyrir alla, óháð aldri eða hreyfigetu. Í samhengi Keldna er ágætt að minna sig á að þarna er enn um skipulagstillögur að ræða fyrir heilan borgarhluta sem byggjast mun upp á 10-15 árum. Það eru því enn tækifæri til að hafa áhrif á mótun hverfisins og hvernig það svarar þörfum dagsins í dag. Um leið kallar tímarammi uppbyggingarinnar á að einstaka hugmyndir skipulagsins geti aðlagast aðstæðum hverju sinni. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að skipulag Keldnalands byggi á skýrri sýn til framtíðar. Bakbein byggðarinnar verður vistvænar og virkar samgöngur og mannvænt umhverfi. Það er hvorki dystópía né útópía, heldur raunhæf og skýr stefna um að gönguvænt og grænt borgarumhverfi sé sjálfsögð framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Við hljótum að geta fundið eitthvað áhugaverðara að rökræða varðandi fyrirhugaða Keldnabyggð en fjölda bílastæða, löngu áður en uppbygging þar hefst. Hefur til dæmis enginn skoðun á því hvar sundlaugin á að vera? Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Í lok ágúst voru Reykjavíkurborg og Betri samgöngur ohf. með opið hús uppi á Keldum í tvo daga, þar sem kynntar voru vinnslutillögur að skipulagi þessa nýja borgarhluta. Opna húsið var vel sótt og fólk áhugasamt um hvað til stæði á Keldnasvæðinu. Ég skrapp uppeftir til að fá betri tilfinningu fyrir staðnum því ég hafði einfaldlega aldrei komið á Keldur. Þetta var fallegur og sólríkur síðsumarsdagur og ég viðurkenni að staðurinn greip mig strax. Fyrsta hugsun var - Vá, hérna verður geggjað að búa! Skipulags- og vinnslutillagan sem nú liggur fyrir byggir á verðlaunatillögu úr opinni alþjóðlegri samkeppni sem efnt var til í upphafi árs 2023. Sænska arkitektastofan FOJAB var þar hlutskörpust og hefur síðan unnið að skipulagi svæðisins. Borgarhlutanum verður skipt upp í þrjá minni hverfishluta – Keldur, Hæðin og Korpa – og er áætlað að fullbyggt muni þar rísa um 5500 íbúðir og að íbúar þess verði minnst um 12.000. Þar að auki er gert ráð fyrir atvinnurými fyrir um 6000 störf þar sem núverandi rannsóknarstarfsemi að Keldum gæti myndað grunninn að rannsóknar- og þekkingarkjarna í austurhluta borgarinnar. Hverfið verður því sannkölluð blönduð byggð þar sem íbúðir, skólar, starfsemi og nærþjónusta fléttast saman við opin græn svæði og þau miklu náttúrugæði sem finna má í botni Grafarvogs. Hryggjarsúlan í öllu skipulagi svæðisins verður Borgarlínan sem fléttar sig í gegnum hverfin þrjú. Í hverju þeirra verður stoppistöð Borgarlínunnar staðsett á miðlægum stöðvartorgum sem munu virka sem hjarta og kjarni hvers hverfis. Torgin eru hugsuð sem lifandi borgarrými þar sem öll helsta nærþjónusta gæti komið sér fyrir. Þar verði hægt að grípa sér kaffi og kleinu að morgni áður en vagninn yrði tekin til vinnu, versla í matinn á leiðinni heim síðdegis og svo fá sér lítinn bragðaref eftir kvöldmat. Það er einmitt vegna Borgarlínunnar sem okkur er kleift að hugsa samgönguskipulag hverfisins með nýjum hætti. Og í raun má segja að Keldur séu fyrsta hverfi landsins sem skipulagt er í grunninn útfrá öflugum almenningssamgöngum. Sú nálgun krefur okkur um að endurskoða hvernig við nýtum það landrými sem er til staðar að Keldum. Við þurfum að þróa og vinna með nýjar lausnir þegar kemur að bílaumferð og bílastæðum innan hverfisins. Það er ekki þar með sagt að bílar verði útilokaðir frá Keldum, síður en svo. En það fylgir því ákveðið frelsi að móta nýtt hverfi frá grunni útfrá þeirri grundvallarspurningu hvernig við búum til gott borgarumhverfið, þar sem almenningssamgöngur og gangandi og hjólandi vegfarendur eru í forgangi. Eftir að kynningarferli vinnslutillögunnar lauk hafa bílastæðamál hverfisins fengið nánast alla athyglina. Ég skil að einhverju leyti áhyggjur fólks af þeim takmarkaða fjölda bílastæða sem tillögurnar gera ráð fyrir. En í mínum huga eiga bílastæði hinsvegar að vera tæknilegt úrlausnarefni en ekki kjarninn í því hvernig heill borgarhluti er uppbyggður. Ákvörðun um fjölda bílastæða tekur væntanlega meðal annars mið af því hvernig hverfin þrjú byggjast upp í áföngum. Hlutdeild þeirra per íbúð gæti því verið meiri til að byrja með en svo þynnst út eftir því sem hverfið byggist upp og akstur Borgarlínunnar eflist. Fyrirkomulag bílastæðanna þarf svo að skoða útfrá byggingatæknilegum aðstæðum og aðgengiskröfum á hverjum reit. Þar skiptir auðvitað lykilmáli að kröfum byggingarreglugerðar sé fylgt og tryggt sé að gott aðgengi sé fyrir alla, óháð aldri eða hreyfigetu. Í samhengi Keldna er ágætt að minna sig á að þarna er enn um skipulagstillögur að ræða fyrir heilan borgarhluta sem byggjast mun upp á 10-15 árum. Það eru því enn tækifæri til að hafa áhrif á mótun hverfisins og hvernig það svarar þörfum dagsins í dag. Um leið kallar tímarammi uppbyggingarinnar á að einstaka hugmyndir skipulagsins geti aðlagast aðstæðum hverju sinni. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að skipulag Keldnalands byggi á skýrri sýn til framtíðar. Bakbein byggðarinnar verður vistvænar og virkar samgöngur og mannvænt umhverfi. Það er hvorki dystópía né útópía, heldur raunhæf og skýr stefna um að gönguvænt og grænt borgarumhverfi sé sjálfsögð framtíðarsýn fyrir Reykjavík. Við hljótum að geta fundið eitthvað áhugaverðara að rökræða varðandi fyrirhugaða Keldnabyggð en fjölda bílastæða, löngu áður en uppbygging þar hefst. Hefur til dæmis enginn skoðun á því hvar sundlaugin á að vera? Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar