Hélt ræðu gráti nær Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. september 2025 16:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hélt ræðu á viðburði um börn á Gasa. Vísir/Anton Brink Utanríkisráðherra var gráti nær þegar hún hélt ræðu á viðburði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Hún tók til máls á eftir sendiherra Palestínu sem sagði sögu af palestínsku barni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók til máls á viðburðinum „Kall til aðgerðar fyrir palestínsk börn á Vesturbakkanum og í Gasa,“ sem er hluti af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í New York-borg. Á viðburðinum var sýnt myndskeið þar sem Muna, þrettán ára barn, lýsti raunum sínum af stríðinu. Hún lýsti árás sem gerð var á heimili hennar þar sem hún missti móður sína og tvö systkini. „Ég fann frænku pabba míns sem var slösuð og þegar ég rétti fram höndina til hennar til að hjálpa kastaði næsta sprengja mér aftur á bak. Ég byrjaði að öskra og kalla á hjálp. Þá sá ég að það vantaði á mig fótlegginn,“ segir Muna, tólf ára palestínsk stúlka. Að loknu myndskeiðinu tók Riyad Mansour, sendiherra Palestínu, til máls. Í stað þess að halda formlega ræðu sagði hann sögu af palestínsku barni sem bjó á Gasa, til að heiðra öll palestínsku börnin sem hafa dáið. Mansour sagði frá gáfuðum tólf ára dreng, sem kosinn hafði verið fulltrúi þrjú hundruð þúsund nemenda skóla Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), til að vera fulltrúi þeirra á fundi með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum kallaði drengurinn eftir að áfangi um mannréttindi yrði tekinn aftur upp í skólum á vegum UNRWA. Hann hafi verið svo sannfærandi að Guterres tilkynnti á staðnum að slík kennsla myndi hefjast aftur þegar í stað. Með kökk í hálsinum Þorgerður Katrín tók til máls á eftir Mansour og mátti greinilega heyra að hún var með kökk í hálsinum. „Það er svolítið erfitt að segja nokkur orð eftir öll þessi áhrifamiklu innslög en ég mun reyna að halda mig við mína punkta. Ég vil samt taka undir með sendiherranum sem sagði að við þurfum að vernda börnin sem eru ennþá á lífi. Ekkert barn ætti að þurfa að þola ómannúðlegu meðferðina sem við höfum orðið vitni að síðustu tvö árin,“ eru orðin sem Þorgerður Katrín hóf ræðu sína á. Hún sagði að börnin á Gasa væru að verða fyrir fordæmalausu ofbeldi sem bryti gegn rétti þeirra til að vera vernduð. „Þegar brotið er á þessum skyldum er það skylda ríkja, sérstaklega þeirra sem eru hluti af Geneva-sáttmálanum, og Barnamálasáttmálanum, að krefjast ábyrgðar og virðingar fyrir lögunum. Annars get ég sagt að við séum að bregðast þeim,“ sagði hún. Þorgerður kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og óhindruðu aðgengi mannúðaraðstoðar að Gasa. Þá sagði hún einnig að það þyrfti að láta öll börn sem tekin hafa verið í hald laus, auk allra gísla. „Ísraelar og allir sem koma að málinu þurfa að virða barnasáttmálann og hér vil ég leggja sérstaka áherslu á rétt til menntunar. Á Gasa er þriðja skólaárið horfið. Á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem hafa ísraelsk yfirvöld einnig komið í veg fyrir nám barnanna,“ sagði Þorgerður. „Til framtíðar þurfa allar áætlanir um enduruppbyggingu á Gasa einnig að taka mið af menntun 660 þúsund skólabarnanna. UNRWA er það eina sem hefur getuna til að aðstoða á slíkum skala og þarf að fá leyfi til að ná þessu í gegn.“ Myndskeið af ræðunni má sjá hér. Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tók til máls á viðburðinum „Kall til aðgerðar fyrir palestínsk börn á Vesturbakkanum og í Gasa,“ sem er hluti af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í New York-borg. Á viðburðinum var sýnt myndskeið þar sem Muna, þrettán ára barn, lýsti raunum sínum af stríðinu. Hún lýsti árás sem gerð var á heimili hennar þar sem hún missti móður sína og tvö systkini. „Ég fann frænku pabba míns sem var slösuð og þegar ég rétti fram höndina til hennar til að hjálpa kastaði næsta sprengja mér aftur á bak. Ég byrjaði að öskra og kalla á hjálp. Þá sá ég að það vantaði á mig fótlegginn,“ segir Muna, tólf ára palestínsk stúlka. Að loknu myndskeiðinu tók Riyad Mansour, sendiherra Palestínu, til máls. Í stað þess að halda formlega ræðu sagði hann sögu af palestínsku barni sem bjó á Gasa, til að heiðra öll palestínsku börnin sem hafa dáið. Mansour sagði frá gáfuðum tólf ára dreng, sem kosinn hafði verið fulltrúi þrjú hundruð þúsund nemenda skóla Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA), til að vera fulltrúi þeirra á fundi með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum kallaði drengurinn eftir að áfangi um mannréttindi yrði tekinn aftur upp í skólum á vegum UNRWA. Hann hafi verið svo sannfærandi að Guterres tilkynnti á staðnum að slík kennsla myndi hefjast aftur þegar í stað. Með kökk í hálsinum Þorgerður Katrín tók til máls á eftir Mansour og mátti greinilega heyra að hún var með kökk í hálsinum. „Það er svolítið erfitt að segja nokkur orð eftir öll þessi áhrifamiklu innslög en ég mun reyna að halda mig við mína punkta. Ég vil samt taka undir með sendiherranum sem sagði að við þurfum að vernda börnin sem eru ennþá á lífi. Ekkert barn ætti að þurfa að þola ómannúðlegu meðferðina sem við höfum orðið vitni að síðustu tvö árin,“ eru orðin sem Þorgerður Katrín hóf ræðu sína á. Hún sagði að börnin á Gasa væru að verða fyrir fordæmalausu ofbeldi sem bryti gegn rétti þeirra til að vera vernduð. „Þegar brotið er á þessum skyldum er það skylda ríkja, sérstaklega þeirra sem eru hluti af Geneva-sáttmálanum, og Barnamálasáttmálanum, að krefjast ábyrgðar og virðingar fyrir lögunum. Annars get ég sagt að við séum að bregðast þeim,“ sagði hún. Þorgerður kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og óhindruðu aðgengi mannúðaraðstoðar að Gasa. Þá sagði hún einnig að það þyrfti að láta öll börn sem tekin hafa verið í hald laus, auk allra gísla. „Ísraelar og allir sem koma að málinu þurfa að virða barnasáttmálann og hér vil ég leggja sérstaka áherslu á rétt til menntunar. Á Gasa er þriðja skólaárið horfið. Á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem hafa ísraelsk yfirvöld einnig komið í veg fyrir nám barnanna,“ sagði Þorgerður. „Til framtíðar þurfa allar áætlanir um enduruppbyggingu á Gasa einnig að taka mið af menntun 660 þúsund skólabarnanna. UNRWA er það eina sem hefur getuna til að aðstoða á slíkum skala og þarf að fá leyfi til að ná þessu í gegn.“ Myndskeið af ræðunni má sjá hér.
Sameinuðu þjóðirnar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira