Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2025 08:27 Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi Trump og gekk afturábak upp rúllustigann á undan forsetahjónunum, hafi virkjað neyðarstopp. Getty/Alexi J. Rosenfeld Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið fram á rannsókn á „þríþættu skemmdarverki“ sem hann segist hafa orðið fyrir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum. Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Forsetinn fjallar um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social og vísar þar til þess þegar rúllustigi hætti að virka þegar hann og eigikona hans Melania stigu á hann, að textaskjárinn hans bilaði þegar hann hélt ræðu sína á þinginu og að hljóð hafi ekki heyrst almennilega í salnum. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa giskað á að myndatökumaður sem fylgdi forsetahjónunum hafi óvart virkjað neyðarstopp þegar hann fór afturábak upp rúllustigann og bent á að textaskjárinn hafi tilheyrt bandarísku sendinefndinni og verið stjórnað af starfsmönnum Hvíta hússins. Trump sagðist hins vegar hyggjast senda erindi á António Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og krefjast rannsóknar. „Þetta var ekki tilviljun, þetta var þríþætt skemmdarverk hjá Sameinuðu þjóðunum. Þeir ættu að skammast sín,“ sagði hann í færslu sinni á Truth Social. Þá kallar hann eftir handtöku þeirra sem áttu við rúllustigann og vísar til umfjöllunar Times, sem sagði starfsmenn SÞ hafa gantast með það að slökkva á rúllustigunum. Mike Waltz, sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur tekið undir kröfu forstans og segir uppákomurnar algjörlega óásættanlegar. Bandaríkin muni ekki líða að grafið sé undan öryggi eða virðingu þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Varðandi kvartanir Bandaríkjamanna um hljóðið í salnum, hafa talsmenn Sameinuðu þjóðanna bent á að kerfið sé hannað með það í huga að fulltrúar geti hlýtt á ræður og þýðingar í heyrnatólum.
Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Donald Trump Tengdar fréttir Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. 24. september 2025 11:31