Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 15:01 Donald Trump með Gianni Infantino sem er forseti FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sem nú íhugar að setja Ísrael í algjört bann. Getty/Richard Sellers Framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, mun funda um það í næstu viku hvort að Ísrael verði sett í bann frá öllum keppnum á vegum sambandsins. Bandarísk stjórnvöld eru alfarið á móti banni. Eins og fjallað var um fyrr í þessari viku íhuga ráðamenn hjá UEFA að setja ísraelsk lið í bann frá alþjóðlegri keppni, vegna stríðsins á Gasa. Samkvæmt ísraelskum miðlum átti mögulega að fara fram atkvæðagreiðsla um þetta síðasta þriðjudag en forráðamenn ísraelska knattspyrnusambandsins róið að því öllum árum að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Breska blaðið The Times segir í dag að UEFA muni funda í næstu viku og að mikill meirihluti sé fyrir því innan framkvæmdastjórnarinnar að setja Ísraela í bann. Það gerist í kjölfar þess að nefnt á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði Ísrael stunda þjóðarmorð. Exclusive: UEFA set to take decision next week on suspending Israel - with large majority of executive committee and federations understood to be in favour of a ban. https://t.co/Qm7JPPHzfX— Martyn Ziegler (@martynziegler) September 25, 2025 Annar breskur miðill, Sky Sports, segir aftur á móti að Donald Trump Bandaríkjaforseti, og hans fólk, vinni að því að koma í veg fyrir bann. Hann vilji sjá Ísrael eiga möguleika á að komast á HM karla í Bandaríkjunu, Mexíkó og Kanada næsta sumar, en Ísrael er í baráttu við Ítalíu og Noreg í sínum riðli í undankeppninni. „Við munum klárlega reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til þess að banna ísraelska landsliðinu að fara á HM,“ er haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Frá árinu 2023 hafa engir leikir á vegum UEFA farið fram í Ísrael en ísraelsk landslið og félagslið hafa hins vegar haldið sæti sínu í öllum keppnum, öfugt við Rússa eftir innrásina í Úkraínu. Ísraelsku liðin hafa hins vegar neyðst til að spila heimaleiki sína utan Ísraels, oft í Ungverjalandi. Næsti áætlaði landsleikur Ísraels er í Noregi 11. október. Norska knattspyrnusambandið hefur sagt að allur ágóði af miðasölu muni renna til Lækna án landamæra vegna vinnu þeirra á Gasa. HM 2026 í fótbolta Fótbolti UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira
Eins og fjallað var um fyrr í þessari viku íhuga ráðamenn hjá UEFA að setja ísraelsk lið í bann frá alþjóðlegri keppni, vegna stríðsins á Gasa. Samkvæmt ísraelskum miðlum átti mögulega að fara fram atkvæðagreiðsla um þetta síðasta þriðjudag en forráðamenn ísraelska knattspyrnusambandsins róið að því öllum árum að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Breska blaðið The Times segir í dag að UEFA muni funda í næstu viku og að mikill meirihluti sé fyrir því innan framkvæmdastjórnarinnar að setja Ísraela í bann. Það gerist í kjölfar þess að nefnt á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði Ísrael stunda þjóðarmorð. Exclusive: UEFA set to take decision next week on suspending Israel - with large majority of executive committee and federations understood to be in favour of a ban. https://t.co/Qm7JPPHzfX— Martyn Ziegler (@martynziegler) September 25, 2025 Annar breskur miðill, Sky Sports, segir aftur á móti að Donald Trump Bandaríkjaforseti, og hans fólk, vinni að því að koma í veg fyrir bann. Hann vilji sjá Ísrael eiga möguleika á að komast á HM karla í Bandaríkjunu, Mexíkó og Kanada næsta sumar, en Ísrael er í baráttu við Ítalíu og Noreg í sínum riðli í undankeppninni. „Við munum klárlega reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til þess að banna ísraelska landsliðinu að fara á HM,“ er haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Frá árinu 2023 hafa engir leikir á vegum UEFA farið fram í Ísrael en ísraelsk landslið og félagslið hafa hins vegar haldið sæti sínu í öllum keppnum, öfugt við Rússa eftir innrásina í Úkraínu. Ísraelsku liðin hafa hins vegar neyðst til að spila heimaleiki sína utan Ísraels, oft í Ungverjalandi. Næsti áætlaði landsleikur Ísraels er í Noregi 11. október. Norska knattspyrnusambandið hefur sagt að allur ágóði af miðasölu muni renna til Lækna án landamæra vegna vinnu þeirra á Gasa.
HM 2026 í fótbolta Fótbolti UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Sjá meira