„Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2025 15:09 Magnús Hafliðason framkvæmdastjóri segir að rætt hafi verið við starfsfólk N1 sem átti hlut að máli, og skerpt á verklagi. Vísir/Vilhelm Þrjú ungmenni í skólaferð á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð voru afgreidd um áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segist harma málið. Það stafi af fljótfærni starfsmanna sem hafi ekki beðið um skilríki. RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“ Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“
Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira