Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2025 16:53 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Evgenia Novozhenina Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. Þá hélt Lavrov því einnig fram, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS, að ný-heimsvaldastefna Vesturlanda ýtti undir óróleika í heiminum og átök. Innrás Rússa væri skýrt dæmi um það, þar sem ríki NATO og ESB hefðu í gegnum Úkraínu lýst yfir stríði við Rússland og tækju beinan þátt í því stríði. Lavrov vísaði einnig til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni til marks um þessa ný-heimsvaldastefnu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði fyrr í september að augljóst væri að Rússland væri í stríði við NATO. Stuðningur margra ríkja NATO jafngilti því að bandalagið væri í stríði við Rússland. Það sagði hann eftir að Rússar flugu 21 dróna inn í lofthelgi Póllands. Sjá einnig: NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Síðan þá hafa nokkur sambærileg atvik átt sér stað. Rússar flugu herþotum inn í lofthelgi Eistlands og í dag var herþotum og sprengjuflugvélum flogið inn á loftvarnarsvæði Bandaríkjanna yfir Alaska, svo eitthvað sé nefnt. Báðir hafa Lavrov og Peskóv, auk annarra ráðamanna í Rússlandi, kennt Vesturlöndum og NATO um innrás þeirra í Úkraínu og vísa til þess að ekki hafi verið tekið tillit til „grunnástæðna stríðsins“ og öryggiskrafna Rússlands. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Deildu um að skjóta niður rússneska dróna og flugvélar Eftir áðurnefnd atvik og önnur þar sem Rússar hafa sent dróna og herþotur inn í lofthelgi ríkja Evrópu hefur umræða átt sér stað innan NATO hvort byrja eigi að skjóta þessi flygildi niður. Þá bæði dróna og flugvélar. Á fundi Norður Atlantshafsráðsins á þriðjudaginn kom til deilna þar sem erindrekar frá nokkrum ríkjum eins og Póllandi og Eistlandi kölluðu eftir því að send yrði út yfirlýsing að ef Rússar héldu áfram að fljúga drónum og/eða flugvélum inn í lofthelgi ríkja NATO yrði þeim mætt með afli. Það er að segja drónarnir eða flugvélarnar yrðu skotnar niður. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Í frétt CNN segir að erindrekar frá ríkjum í Suður-Evrópu og Þýskalandi hafi mótmælt þessu á þeim grundvelli að það gæti haft slæmar afleiðingar. Þá er Alexus Grynkewich, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti yfirmaður herafla NATO, sagður hafa lýst því yfir að líklega hefðu rússnesku flugmennirnir flogið inn í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur fyrir mistök. Vísaði hann til reynsluleysis og lítillar þjálfunar rússnesku flugmannanna. Að endingu var ákveðið á fundi Norður Atlantshafsráðsins að fara milliveginn. Samþykkt var yfirlýsing um að aðildarríki NATO myndu fylgja alþjóðasamþykktum og brugðist yrði við frekari atvikum með viðeigandi hætti. Fyrr þann sama dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó sagt að honum þætti að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Evrópusambandið Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Þá hélt Lavrov því einnig fram, samkvæmt rússnesku fréttaveitunni TASS, að ný-heimsvaldastefna Vesturlanda ýtti undir óróleika í heiminum og átök. Innrás Rússa væri skýrt dæmi um það, þar sem ríki NATO og ESB hefðu í gegnum Úkraínu lýst yfir stríði við Rússland og tækju beinan þátt í því stríði. Lavrov vísaði einnig til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni til marks um þessa ný-heimsvaldastefnu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútin, forseta, hafði áður slegið á svipaða strengi. Hann sagði fyrr í september að augljóst væri að Rússland væri í stríði við NATO. Stuðningur margra ríkja NATO jafngilti því að bandalagið væri í stríði við Rússland. Það sagði hann eftir að Rússar flugu 21 dróna inn í lofthelgi Póllands. Sjá einnig: NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Síðan þá hafa nokkur sambærileg atvik átt sér stað. Rússar flugu herþotum inn í lofthelgi Eistlands og í dag var herþotum og sprengjuflugvélum flogið inn á loftvarnarsvæði Bandaríkjanna yfir Alaska, svo eitthvað sé nefnt. Báðir hafa Lavrov og Peskóv, auk annarra ráðamanna í Rússlandi, kennt Vesturlöndum og NATO um innrás þeirra í Úkraínu og vísa til þess að ekki hafi verið tekið tillit til „grunnástæðna stríðsins“ og öryggiskrafna Rússlands. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Deildu um að skjóta niður rússneska dróna og flugvélar Eftir áðurnefnd atvik og önnur þar sem Rússar hafa sent dróna og herþotur inn í lofthelgi ríkja Evrópu hefur umræða átt sér stað innan NATO hvort byrja eigi að skjóta þessi flygildi niður. Þá bæði dróna og flugvélar. Á fundi Norður Atlantshafsráðsins á þriðjudaginn kom til deilna þar sem erindrekar frá nokkrum ríkjum eins og Póllandi og Eistlandi kölluðu eftir því að send yrði út yfirlýsing að ef Rússar héldu áfram að fljúga drónum og/eða flugvélum inn í lofthelgi ríkja NATO yrði þeim mætt með afli. Það er að segja drónarnir eða flugvélarnar yrðu skotnar niður. Sjá einnig: Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Í frétt CNN segir að erindrekar frá ríkjum í Suður-Evrópu og Þýskalandi hafi mótmælt þessu á þeim grundvelli að það gæti haft slæmar afleiðingar. Þá er Alexus Grynkewich, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og æðsti yfirmaður herafla NATO, sagður hafa lýst því yfir að líklega hefðu rússnesku flugmennirnir flogið inn í lofthelgi Eistlands í tólf mínútur fyrir mistök. Vísaði hann til reynsluleysis og lítillar þjálfunar rússnesku flugmannanna. Að endingu var ákveðið á fundi Norður Atlantshafsráðsins að fara milliveginn. Samþykkt var yfirlýsing um að aðildarríki NATO myndu fylgja alþjóðasamþykktum og brugðist yrði við frekari atvikum með viðeigandi hætti. Fyrr þann sama dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þó sagt að honum þætti að ríki Evrópu ættu að skjóta niður rússneskar flugvélar sem væri flogið inn í lofthelgi þeirra. Þegar hann var spurður hvort Bandaríkin myndu standa með bandalagsríkjum sínum í slíku tilfelli sagði Trump svo gott sem „kannski“. Hann sagði að það færi eftir kringumstæðunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Evrópusambandið Donald Trump Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06 Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38 Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. 24. september 2025 15:06
Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. 24. september 2025 10:38
Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Tvær þýskar herþotur voru sendar á loft í gær þegar rússnesk eftirlitsvél af gerðinni Ilyushin II-20M flaug yfir Eystrasalt og hunsaði beiðnir um að gera grein fyrir sér. 22. september 2025 06:50
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“