Lægð sem valdi meiri usla Oddur Ævar Gunnarsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 25. september 2025 20:34 Haraldur Ólafsson biðlar til fólks um að tryggja lausamuni. Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar fyrr í kvöld. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi þar hvassviðrið sem er rétt handan við hornið og mun standa fram á næstu nótt í nokkrum landshlutum. Um er að ræða tvískiptar gular veðurviðvaranir. Sú fyrsta tók gildi nú klukkan sex á sunnan og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu og rigningar. Í nótt og fyrramálið fer svo að hvessa og það má segja að mesta rokið verði í hádeginu og fram að kvöldi, þegar gulu viðvaranirnar falla úr gildi um nóttina. Fólk flaski á að undirbúa sig og festa lausamuni „Já já þetta er úrfelli og gæti alveg dugað til þess að koma jarðvegi af stað í bröttum hlíðum, sérstaklega á sunnanverðum Austfjörðum og þar um slóðir en ég hugsa að annars staðar á landinu þar eru nú ekki miklar líkur á því að úrkoma valdi miklum vandræðum.“ Það verði hvasst seint í nótt og á morgun á suðvestanverðu landinu. „Og svo fer hann að ganga niður strax um kaffileytið og svo kemur þetta aftur upp nokkrum klukkutímum seinna á Norðausturlandi.“ Þetta er trampolínlægð, það er hætta á foktjóni? „Ja ég held þetta sé ekki þakplötuveður en eins og þú segir hoppudýnur og hlutir sem ekki eru naglfastir gætu vel farið af stað,“ segir Haraldur. Þetta sé það sem koma skal en eitt muni skera þessa lægð úr frá öðrum. „Það sem er sérstakt við þessa og fyrstu lægðir haustsins að þær valda yfirleitt meira usla heldur en þær sem koma seinna vegna þess að það er bara töluvert af lausum munum sem ég myndi nú hvetja fólk til þess að taka inn.“ Veður Tengdar fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25. september 2025 18:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kom fram í kvöldfréttum Sýnar fyrr í kvöld. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi þar hvassviðrið sem er rétt handan við hornið og mun standa fram á næstu nótt í nokkrum landshlutum. Um er að ræða tvískiptar gular veðurviðvaranir. Sú fyrsta tók gildi nú klukkan sex á sunnan og austanverðu landinu vegna mikillar úrkomu og rigningar. Í nótt og fyrramálið fer svo að hvessa og það má segja að mesta rokið verði í hádeginu og fram að kvöldi, þegar gulu viðvaranirnar falla úr gildi um nóttina. Fólk flaski á að undirbúa sig og festa lausamuni „Já já þetta er úrfelli og gæti alveg dugað til þess að koma jarðvegi af stað í bröttum hlíðum, sérstaklega á sunnanverðum Austfjörðum og þar um slóðir en ég hugsa að annars staðar á landinu þar eru nú ekki miklar líkur á því að úrkoma valdi miklum vandræðum.“ Það verði hvasst seint í nótt og á morgun á suðvestanverðu landinu. „Og svo fer hann að ganga niður strax um kaffileytið og svo kemur þetta aftur upp nokkrum klukkutímum seinna á Norðausturlandi.“ Þetta er trampolínlægð, það er hætta á foktjóni? „Ja ég held þetta sé ekki þakplötuveður en eins og þú segir hoppudýnur og hlutir sem ekki eru naglfastir gætu vel farið af stað,“ segir Haraldur. Þetta sé það sem koma skal en eitt muni skera þessa lægð úr frá öðrum. „Það sem er sérstakt við þessa og fyrstu lægðir haustsins að þær valda yfirleitt meira usla heldur en þær sem koma seinna vegna þess að það er bara töluvert af lausum munum sem ég myndi nú hvetja fólk til þess að taka inn.“
Veður Tengdar fréttir Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25. september 2025 18:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. 25. september 2025 18:41