Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. september 2025 11:37 Tónleikarnir fóru fram á sunnudegi í stað laugardags í ár. Íbúar virðast sáttir við þá breytingu. Mosfellsbær Meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnun um bæjarhátíðina Í túninu heima á vef Mosfellsbæjar töldu það góða breytingu að færa stórtónleika frá laugardagskvöldi yfir á sunnudagseftirmiðdegi. Alls töldu 64 prósent breytinguna mjög eða frekar góða og 27 prósent breytinguna frekar eða mjög slæma. Mikið var fjallað um breytinguna í fjölmiðlum í aðdraganda hátíðarinnar en tímasetningu tónleikanna var breytt, meðal annars, til að reyna að koma í veg fyrir unglingadrykkju sem hefur verið vandamál á hátíðinni síðustu ár. Ákvörðunin um að færa tónleikana var gagnrýnd nokkuð harðlega í íbúahópi þar sem fólk sagði leiðinlegt að hegðun nokkurra vandræðapésa hefði slík áhrif á þau öll. Verkefnastjóri hátíðarinnar sagði í viðtali um málið að ýmislegt hefði haft áhrif á ákvörðunina, til dæmis andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ sagði Hilmar Gunnarsson verkefnastjóri í viðtali á Vísi í ágúst. Í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar segir að hátíðin hafi ár fagnað tuttugu ára afmæli sínu. Það hafi verið um hundrað viðburðir á dagskrá eins og brekkusöngur í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýning á Tungubökkum, götugrill og stórtónleika. Vegna mikillar umræðu um breytingu á tímasetningu tónleikanna töldu bæjaryfirvöld mikilvægt að fá fram sjónarmið íbúa í kjölfar hátíðarinnar. 566 svör Könnunin var opin öllum áhugasömum á vef Mosfellsbæjar, samfélagsmiðlum bæjarins, Bólsins og Mosfellings. Alls bárust 566 svör. Þar má sjá að mjög misjafnt er eftir aldri fólks hversu góða þau töldu breytinguna á tímasetningu tónleikanna. Til dæmis telja 75 prósent íbúa á aldrinum 66 ára eða eldri að breytingin hafi verið mjög eða frekar góð. Í aldurshópnum fyrir neðan, 51 til 65 ára, telja 71 prósent breytinguna frekar eða mjög góða. Meirihluti er ánægður með breytinguna og er ekki mikill munur á afstöðu karla og kvenna. Mosfellsbær Það er svo svipað hlutfall hjá 36 til 50 ára eða 75 prósent sem telja breytinguna frekar eða mjög góða. Ögn færri í næsta aldurshópi, 21 til 35 ára, telja breytinguna frekar eða mjög góða eða alls 65 prósent. Það er svo í yngsta aldurshópnum, yngri en 20 ára, þar sem aðeins 13 prósent telja breytinguna mjög eða frekar góða og 82 prósent telja hana frekar eða mjög slæma. Í könnuninni var einnig spurt um þátttöku í einstaka viðburðum. Um 82 prósent þátttakenda mátu fjölbreytni og gæði dagskrár frekar eða mjög góða. Ungmennin út undan Þegar horft er til þátttöku stóðu ákveðnir viðburðir skýrt upp úr, þar á meðal, stórtónleikarnir (58%), Ullarpartýið í Álafosskvos (50%), fjölskylduvænir viðburðir (45%), götugrillin (42%), Gullgarðurinn við Hlégarð (34%) og tívolíið (33%). Hátíðin fer allajafna fram síðustu helgina í ágúst. Mosfellsbær Götugrillin skipuðu stóran sess í upplifun íbúa, en 56% svarenda áttu þess kost að taka þátt í götugrilli. Í tilkynningu bæjarins segir að það hafi myndast skemmtileg stemning í hverfunum og margir svarenda hafi lýst ánægju með að hafa nægan tíma til að njóta samverunnar án þess að þurfa að flýta sér á tónleika. Að auki hafi verið mikil ánægja með þá nýbreytni að bjóða upp á trúbadora og pylsur í boði Mosfellsbæjar í götugrillin. Þá bárust líka svör um að það hafi vantar viðburði fyrir ungmenni og að þau hafi upplifað sig út undan á hátíðinni. „Bara atburðir handa börnum, íbúar Mosfellsbæjar eru ekki bara börn og foreldrar, unglingar eiga líka skilið að fagna en ekkert var gert handa þeim,“ sagði einn í athugasemd á meðan annar fagnaði því að börnin þeirra gætu loks mætt á tónleikana. Mosfellsbær Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Tónlist Skoðanakannanir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Mikið var fjallað um breytinguna í fjölmiðlum í aðdraganda hátíðarinnar en tímasetningu tónleikanna var breytt, meðal annars, til að reyna að koma í veg fyrir unglingadrykkju sem hefur verið vandamál á hátíðinni síðustu ár. Ákvörðunin um að færa tónleikana var gagnrýnd nokkuð harðlega í íbúahópi þar sem fólk sagði leiðinlegt að hegðun nokkurra vandræðapésa hefði slík áhrif á þau öll. Verkefnastjóri hátíðarinnar sagði í viðtali um málið að ýmislegt hefði haft áhrif á ákvörðunina, til dæmis andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur. „Við viljum bara aðeins núllstilla okkur. Það er enginn að segja að þetta sé meitlað í stein til næstu tíu ára. Við spilum þetta bara eftir tíðarandanum. Við erum að fagna tuttugu ára afmæli hátíðarinnar núna og þetta hefur verið allt í föstum skorðum. Við spilum þetta eftir veðrum og vindum og svona gerum við þetta núna,“ sagði Hilmar Gunnarsson verkefnastjóri í viðtali á Vísi í ágúst. Í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar segir að hátíðin hafi ár fagnað tuttugu ára afmæli sínu. Það hafi verið um hundrað viðburðir á dagskrá eins og brekkusöngur í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýning á Tungubökkum, götugrill og stórtónleika. Vegna mikillar umræðu um breytingu á tímasetningu tónleikanna töldu bæjaryfirvöld mikilvægt að fá fram sjónarmið íbúa í kjölfar hátíðarinnar. 566 svör Könnunin var opin öllum áhugasömum á vef Mosfellsbæjar, samfélagsmiðlum bæjarins, Bólsins og Mosfellings. Alls bárust 566 svör. Þar má sjá að mjög misjafnt er eftir aldri fólks hversu góða þau töldu breytinguna á tímasetningu tónleikanna. Til dæmis telja 75 prósent íbúa á aldrinum 66 ára eða eldri að breytingin hafi verið mjög eða frekar góð. Í aldurshópnum fyrir neðan, 51 til 65 ára, telja 71 prósent breytinguna frekar eða mjög góða. Meirihluti er ánægður með breytinguna og er ekki mikill munur á afstöðu karla og kvenna. Mosfellsbær Það er svo svipað hlutfall hjá 36 til 50 ára eða 75 prósent sem telja breytinguna frekar eða mjög góða. Ögn færri í næsta aldurshópi, 21 til 35 ára, telja breytinguna frekar eða mjög góða eða alls 65 prósent. Það er svo í yngsta aldurshópnum, yngri en 20 ára, þar sem aðeins 13 prósent telja breytinguna mjög eða frekar góða og 82 prósent telja hana frekar eða mjög slæma. Í könnuninni var einnig spurt um þátttöku í einstaka viðburðum. Um 82 prósent þátttakenda mátu fjölbreytni og gæði dagskrár frekar eða mjög góða. Ungmennin út undan Þegar horft er til þátttöku stóðu ákveðnir viðburðir skýrt upp úr, þar á meðal, stórtónleikarnir (58%), Ullarpartýið í Álafosskvos (50%), fjölskylduvænir viðburðir (45%), götugrillin (42%), Gullgarðurinn við Hlégarð (34%) og tívolíið (33%). Hátíðin fer allajafna fram síðustu helgina í ágúst. Mosfellsbær Götugrillin skipuðu stóran sess í upplifun íbúa, en 56% svarenda áttu þess kost að taka þátt í götugrilli. Í tilkynningu bæjarins segir að það hafi myndast skemmtileg stemning í hverfunum og margir svarenda hafi lýst ánægju með að hafa nægan tíma til að njóta samverunnar án þess að þurfa að flýta sér á tónleika. Að auki hafi verið mikil ánægja með þá nýbreytni að bjóða upp á trúbadora og pylsur í boði Mosfellsbæjar í götugrillin. Þá bárust líka svör um að það hafi vantar viðburði fyrir ungmenni og að þau hafi upplifað sig út undan á hátíðinni. „Bara atburðir handa börnum, íbúar Mosfellsbæjar eru ekki bara börn og foreldrar, unglingar eiga líka skilið að fagna en ekkert var gert handa þeim,“ sagði einn í athugasemd á meðan annar fagnaði því að börnin þeirra gætu loks mætt á tónleikana.
Mosfellsbær Tónleikar á Íslandi Börn og uppeldi Áfengi Tónlist Skoðanakannanir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira