Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2025 13:15 Blaine Milam var tekinn af lífi með banvænni sprautu. AP og Getty Bandarískur maður var í gær tekinn af lífi í Texas fyrir að myrða þrettán mánaða dóttur kærustu sinnar. Hann var tekinn af lífi með banvænni sprautu í fangelsi í Huntsville um sautján árum eftir að hann framdi ódæðið. Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Blaine Milam var á sínum tíma dæmdur fyrir að myrða stúlkubarnið í desember 2008, þegar hann ætlaði sér að særa úr henni illa anda. Við það misþyrmdi hann og móðir barnsins henni svo mikið að hún dó. Milam kenndi þáverandi kærustu sinni, Jessecu Carson, um morðið og sagði að hún hefði haldið því fram að barnið væri andsetið. Carson var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir að hjálpa Milam en bæði voru þau átján ára gömul þegar þau myrtu barnið. AP fréttaveitan segir að Milam hafi barið stúlkuna, bitið hana, kyrkt og misþyrmt með öðrum hæffi yfir þrjátíu klukkustunda tímabil. Skoðun sýndi að barnið var með nokkur höfuðkúpubrot, brotnar hendur og brotna fætur, auk margra bitfara. Meinafræðingur sem framkvæmdi skoðunina sagðist ekki geta sagt til um dánarorsök stúlkunnar, því hún hefði hlotið svo margvísleg mögulega banvæn meiðsl. Í fyrstu komu rannsakendur fram við þau Milam og Carson sem syrgjandi foreldra en hún sagði við yfirheyrslur að Milam hefði sagt barnið andsetið af því að Guð væri þreyttur á lygum barnsins. Saksóknarinn sem sótti málið á sínum tíma, og varð vitni af aftökunni í gær, sagði blaðamanni AP að hann hefði aldrei verið sannfærður um hina meintu særingu. Hann hefði ávallt talið að þau hefði notað það sem átyllu til að reyna að afsaka glæp sinn. Áfrýjun hafnað nokkrum klukkustundum áður Í yfirlýsingu áður en hann var tekinn af lífi þakkaði Milam stuðningsmönnum sínum fyrir stuðninginn og prestum í fangelsisins fyrir þeirra stuðning. „Ef einhver ykkar vill hitta mig á nýjan leik, bið ég ykkur um að samþykkja Jesú Krist sem lávarð ykkar og bjargvætt og þá munum við hittast aftur,“ sagði Milam áður en hann var sprautaður. „Ég elska ykkur öll, færðu mig heim Jesú.“ Milam reyndi að fá dauðadóm sinn felldan niður en fyrr í gær hafnaði hæstiréttur Bandaríkjanna síðustu áfrýjun hans. Annar fangi var tekinn af lífi í Texas í gær en í heildina hafa aftökurnar verið 33 í Bandaríkjunum á þessu ári. Fimm hafa verið teknir af lífi í Texas en flestir, eða tólf, hafa verið teknir af lífi í Flórída. Werner Herzog kynnti sér mál Milam og Carson á árum áður og tók meðal annars viðtal við Milam, þegar hann var tvítugur og hafði verið dæmdur til dauða.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira