Innlent

Gerður sveitar­stjóri Þin­g­eyjar­sveitar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, verður bæjarstjóri fram að næstu kosningum.
Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, verður bæjarstjóri fram að næstu kosningum.

Gerður Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Fyrrverandi sveitarstjóri, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, hefur þegar lokið störfum og Gerður tekin við.

Í stuttri tilkynningu á vef Þingeyjarsveitar segir að fráfarandi sveitarstjóra séu þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og henni óskað farsældar í lífi og starfi í framtíð.

Gerður taki strax við starfinu og muni leiða starfsemi sveitarfélagsins til loka kjörtímabils.

„Sveitarstjórn býður Gerði velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins á nýjum vettvangi.“


Tengdar fréttir

Ragn­heiður Jóna tekur við sveitar­stjóra­stöðunni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Húnaþings vestra, um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið. 

Odd­viti tekur við verk­efnum sveitar­stjórans eftir upp­sögn

Gerði Sigtryggsdóttur, oddvita sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, hefur verið falið að taka tímabundið við starfi sveitarstjóra þar til nýr hefur verið ráðinn í starfið. Jón Hrói Finnsson, sem tók við starfi sveitarstjóra síðasta sumar, lagði á dögunum fyrir sveitarstjórn uppsagnarbréf sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×