„Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. september 2025 20:57 Guðlaugur Þór ræddi við Sýn í kvöld. Vísir Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Drónabrölt yfir Danmörku heldur áfram en síðast sáust drónar á sveimi yfir dönskum herflugvelli á Jótlandi í gærkvöld. Fyrst varð vart við dróna við Kastrup flugvöll á mánudag og svo á fjórum flugvöllum á Jótlandi og herflugvelli fyrir nokkrum dögum. Enn er á huldu hvaðan drónarnir koma og er búið að koma fyrir sérstökum radar fyrir dróna á Kastrup-flugvelli. Forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort kalla skuli saman þjóðaröryggisráð þrátt fyrir ákall stjórnarandstöðunnar þess efnis og þó að utanríkisráðherra telji tilefni til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, gagnrýnir það harðlega. „Það er ótrúlegt að þjóðaröryggisráð hefur bara verið kallað saman tvisvar eftir að þessi ríkisstjórn tók við. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum hve alvarlegt ástandið er. Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt. Það er til að samhæfa öryggi okkar og varnir. Þú verður að vinna heimavinnuna þína. Þú verður alltaf að vera viðbúinn. Ef það er logn þá á að búa sig undir vindinn.“ Mikil umræða ríkisstjórnarinnar um öryggis og varnarmál skjóti að hans mati skökku við. „En þegar á hólminn kemur, virðast þetta fyrst og fremst vera orð. Við sjáum mjög lítið ef nokkuð í fjárlagafrumvarpinu. Þjóðaröryggisráð kemur ekki saman og reyndar virðist helsta áherslan vera það að tengja þetta einhvern veginn við Evrópusambandsmál en þetta eru algjörlega óskyld mál.“ Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa verið staddar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Til að mynda voru þær báðar þar í byrjun vikunnar og var þá Inga Sæland starfandi forsætisráðherra. Hefði Inga Sæland átt að ráðast til atlögu og kalla saman þjóðaröryggisráð að þínu mati? „Að sjálfsögðu. Þetta snýst ekki um einstaklinga. Auðvitað getur komið upp sú staða að forystumenn þjóðarinnar séu ekki heima. Við getum ekki bara beðið eftir því að forsætis- og utanríkisráðherra komi út úr fríhöfninni og ætlað þá að funda.“ Er að einhverju leyti eðlilegt að bíða aðeins átekta og sjá fyrst hver ber ábyrgð á þessum drónaárásum áður en þjóðaröryggisráð er kallað saman? „Ég myndi telja að það væri mjög mikilvægt fyrir þjóðaröryggisráðið að fá allar þær upplýsingar sem við erum með núna.“ Þurfi að vera gert á grunni gagna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Sýnar í kvöld að hún sýndi því skilning að Guðlaugur Þór vilji að þjóðaröryggisráð komi saman. „En auðvitað þarf þetta að byggja líka á upplýsingum. Það er ekki komið í ljós nákvæmlega hefur átt sér stað [í Damörku],“ sagði hún í samtali við fréttaþul. „[Ég] tel ekkert óeðlilegt að þóðaröryggisráð komi fyrr en síðar saman en það þarf að vera gert á grunni gagna, af yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“
Drónaumferð á dönskum flugvöllum Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira