Fótbolti

Sveinn Aron skoraði beint úr auka­spyrnu

Siggeir Ævarsson skrifar
Sveinn Aron fagnar með íslenska landsliðinu
Sveinn Aron fagnar með íslenska landsliðinu Vísir/Getty

Sveinn Aron Guðjohnsen átti frábæra innkomu af varamannabekk Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í kvöld en hann skoraði mark beint úr aukaspyrnu þegar liðið gerð 3-3 jafntefli við Viking.

Sveinn kom inn á í stöðunni 1-3 á 56. mínútu og var allt útlit fyrir að það yrðu úrslit leiksins. En í uppbótartíma, sem var átta mínútur, skoraði Sveinn mark beint úr aukaspyrnu á 99. mínútu og Michael Opoku skoraði svo jöfnunarmarkið strax í kjölfarið.

Markið var birt á Instagram-síðu Sarpsborg og þeir kalla það rakettu, sem lýsir þessum þrumufleyg bara nokkuð vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×