Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2025 13:21 Frá heimsókn sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar til Sapórisjía árið 2023. EPA/SERGEI ILNITSKY Kjarnorkuverið í Sapórisjía í Úkraínu hefur nú verið ótengt í fimm daga og kælikerfi þess keyrt með ljósavélum. Auknar áhyggjur eru uppi um öryggi kjarnorkuversins en Úkraínumenn og Rússar skiptast á að kenna hvor öðrum um ástandið. Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði á þriðjudaginn en Úkraínumenn segja það hafa gerst í stórskotaliðsárás Rússa, samkvæmt frétt France24. Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgð á ástandinu en síðasta rafmagnslínan til kjarnorkuversins fór í gegnum úkraínskt yfirráðasvæði. Úkraínumenn hafa séð öryggiskerfum orkuversins fyrir rafmagni. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Rússar segjast þó eiga næga dísilolíu til að keyra kælikerfið um langt skeið. Ætla mögulega að gangsetja einn kljúfur AP fréttaveitan hefur eftir kjarnorkusérfræðingi hjá Greenpeace í Úkraínu að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að innsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga. Þessi sérfræðingur Greenpeace segir að líklega sé það ástæða þess að Rússar hafi gert árásir á síðustu rafmagnslínuna sem tengdi orkuverið við Úkraínu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52 Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Kjarnorkuverið er í höndum Rússa, sem náðu stjórn á því tiltölulega snemma í innrás þeirra í Úkraínu. Síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið, sem er það stærsta í Evrópu, slitnaði á þriðjudaginn en Úkraínumenn segja það hafa gerst í stórskotaliðsárás Rússa, samkvæmt frétt France24. Rússar segja Úkraínumenn bera ábyrgð á ástandinu en síðasta rafmagnslínan til kjarnorkuversins fór í gegnum úkraínskt yfirráðasvæði. Úkraínumenn hafa séð öryggiskerfum orkuversins fyrir rafmagni. Slökkt hefur verið á sex kjarnakljúfum orkuversins um nokkuð skeið en orka er þrátt fyrir það nauðsynleg til að kæla kljúfana og koma þannig í veg fyrir að þeir bræði úr sér. Kjarnorkuverið hefur nokkrum sinnum áður verið rafmagnslaust en aldrei svona lengi. Fari svo að ljósavélarnar bili eða verði eldsneytislausar gæti skapast verulega hættulegt ástand sem gæti líkst kjarnorkuslysinu í Fukushima í Japan árið 2011 eða jafnvel slysinu þegar kjarnakljúfur sprakk í Tjernóbil árið 1986. Rússar segjast þó eiga næga dísilolíu til að keyra kælikerfið um langt skeið. Ætla mögulega að gangsetja einn kljúfur AP fréttaveitan hefur eftir kjarnorkusérfræðingi hjá Greenpeace í Úkraínu að gervihnattamyndir bendi til þess að Rússar séu að reyna að gangsetja að innsta kosti einn af kjarnakljúfum orkuversins og tengja það við hernumdu borgirnar Melítópol og Maríupól. Síðasta desember hafi Rússar byrjað að reisa rafmagnslínur með þetta í huga. Þessi sérfræðingur Greenpeace segir að líklega sé það ástæða þess að Rússar hafi gert árásir á síðustu rafmagnslínuna sem tengdi orkuverið við Úkraínu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52 Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01 Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt einhverjar umfangsmestu loftárásir á Úkraínu hingað til. Árásirnar stóðu yfir í rúma tólf tíma og notuðust Rússar við nærri því sex hundruð sjálfsprengidróna og tæplega fimmtíu eldflaugar af ýmsum gerðum, þar á meðal ofurhljóðfráar stýriflaugar. 28. september 2025 07:52
Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Tilkynningum um rússneska dróna eða rússneskar herþotur inn í lofthelgi eða á loftvarnarsvæðum ríkja Atlantshafsbandalagsins hefur náð nýjum hæðum í þessum mánuði. Þetta hefur varpað ljósi á holur í vörnum NATO og í senn vakið spurningar um hvað ráðamönnum í Rússlandi standi til. 27. september 2025 16:01
Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. 25. september 2025 16:53