Innlent

Fara yfir stöðuna vegna Play og skipu­leggja sig

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofunar. Vísir/Einar

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, segir að starfsmenn stofnunar séu nú að fara að funda innan skammt vegna tíðinda dagsins. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og skipuleggja okkur,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu.

Unnur segir að enn hafi ekki komið nein tilkynning um hópuppsögn frá Play inn á borð Vinnumálastofunar. Hún eigi þó von á slíkri tilkynningu.

Í tilkynningu frá Play í morgun kom fram að fjögur hundruð starfsmenn fyrirtækisins missi vinnuna.

Aðspurð um hver sé síðasta hópuppsögnin af slíkri stærðargráðu sem kom inn á borð Vinnumálastofnunar segir Unnur að það hafi líklega verið þegar WOW air hætti starfsemi á vordögum 2019. Þá var um 1.100 manns sagt upp.

Komu viðbragðsteymi á laggirnar

Vinnumálastofnun kom þá sérstöku viðbragðsteymi á laggirnar. Stofnunin benti þá á að þeir sem hafi starfað hjá WOW air gætu sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar og að áætlað væri að afgreiðsla umsókna tæki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hefðu borist. Var starfsfólk hvatt til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur séu greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.

„Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú. Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna,“ sagði í tilkynningu frá Vinnumálstofnun árið 2019 í tengslum við endalok WOW air.


Tengdar fréttir

Play er gjaldþrota

Flugfélagið Play hefur hætt starfsemi. Fjögur hundruð missa vinnunna og ferðaáætlanir þúsunda farþega eru í uppnámi. Hægt er að lesa um nýjustu tíðindi í vaktinni að neðan. 

Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play

Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 

Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum

Anton Ingi Rúnarsson knattspyrnuþjálfari er einn þeirra farþega Play sem situr nú eftir á Keflavíkurflugvelli án flugs eftir gjaldþrot félagsins. Hann átti flug til Tenerife núna klukkan 10:30 og var á klósettinu þegar hann fékk tíðindin af falli félagsins.

Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks

Einar Ólafsson forstjóri Play þakkar starfsfólki sínu fyrir allt það sem það hefur gert fyrir félagið. Eftir á að hyggja hefði þurft að breyta viðskiptamódeli félagsins fyrr til að auka möguleika á árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×