Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2025 11:31 Arion banki telur að þó svo að höggið verði takmarkað verði áhrifin nokkur á framboð fluga og jafnvel á þjóðarsálina. Vísir/Vilhelm Arion banki segir í nýrri efnahagsspá sinni að höggið við brotthvarf Play á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað. Hlutdeild Play í komum erlendra ferðamanna til landsins hafi verið komin undir tíu prósent við fall félagsins í gær. Hlutdeild Icelandair sé um fjörutíu prósent til samanburðar. Áhrifin verði þó alltaf einhver á flugframboð og atvinnuleysi. „Þann 29. september hætti Play starfsemi. Þrátt fyrir að tilkynningin hafi borið brátt að, hafði staðið styr um rekstur félagsins í nokkurn tíma. Til að mynda hafði félagið kynnt breytt viðskiptalíkan fyrir ári síðan, sem fólst í því að færa leiðarkerfið yfir í sólarlandaáætlun og fækka flugvélum er þjónustuðu Íslandsmarkað. Félagið hafði því þegar rifað seglin er kom að umsvifum á Keflavíkurflugvelli,“ segir í nýrri efnahagsspá bankans sem birt var í dag. Þar segir að þó svo að höggið verði takmarkað sé ekki þar með sagt að áhrifin á íslenskt hagkerfi verði engin. Þau geri ráð fyrir því að rekstrarstöðvunin muni hafa neikvæð áhrif á útflutta þjónustu, einkum í gegnum farþegaflutninga með flugi. Þá hafi einnig fjöldi fólks misst vinnuna hjá Play og fjöldi afleiddra starfa verið í húfi. Á atvinnuleysisskrá í ágúst hafi verið 7.400 manns og því bætist við um 400 manns við þrotið. Dragi úr utanlandsferðum Í spánni segir að einnig muni líklega draga úr utanlandsferðum Íslendinga, að minnsta kosti til skemmri tíma. Í skýrslunni var til dæmis greint frá því að í hverjum mánuði á þessu ári hafi 16 prósent Íslendinga verið erlendis. Minni samkeppni með falli Play geti einnig leitt til hækkunar flugfargjalda, sem hafi bein áhrif á verðbólguna. Þá telur bankinn að rekstrarstöðvunin gæti haft neikvæð áhrif á þjóðarsálina en það sé eitthvað sem haglíkan eigi erfitt með að meta. Í efnahagsspánni segir að eflaust hugsi margir á þessum tímamótum til falls WOW air en aðstæður séu gjörólíkar og stærðarmunur félaganna gríðarlegur. Áhrifin af rekstrarstöðvun Play muni þar af leiðandi vera mun minni á hagkerfið og íslenska ferðaþjónustu en gjaldþrot WOW air á sínum tíma, bæði er varðar komur ferðamanna og atvinnuleysi. Í spánni segir að þó svo að aðsóknarmet hafi verið slegin í sumar sé erfitt að spá fyrir um það hvernig veturinn þróast. Samkvæmt forsvarsmönnum Icelandair sé bókunarstaðan inn í haustið og veturinn verri miðað við sama tíma í fyrra. Rekstrarstöðvun muni leiða til þess, til skamms tíma, að framboð dragist saman því til viðbótar hafi nokkur stór erlend flugfélög rifað seglin í áætlunarflugum til Íslands. Icelandir fylli í skarð Play Á móti vegi að Icelandair, sem er umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli, hyggist auka flugframboð sitt allverulega á fjórða ársfjórðungi en stefna þeirra á næsta ári muni skipta sköpum. Leiðakerfi þeirra sé sveigjanlegt og félagið hafi síðustu mánuði fyllt í skarð Play að einhverju leyti með aukinni þjónustu við farþega til og frá landsin, á kostnað tengifarþega. „Séu réttar aðstæður fyrir hendi er líklegt að félagið haldi áfram á þeirri vegferð. Þá getur félagið dregið það að leggja gömlum vélum og fyllt þannig upp í skarðið með stærri flugflota. Samkvæmt grunnspá okkar er útlit fyrir óbreyttum ferðamannafjölda á næsta ári. Yrði það þriðja árið í röð sem tæplega 2,3 milljónir ferðamanna sækja landið heim, en við reiknum með fækkun ferðamanna á síðustu mánuðum þessa árs. Slík þróun ætti ekki að koma á óvart í ljósi vendinga í flugframboði. Því til viðbótar er landið dýr áfangastaður, launakostnaður hár og krónan sterk. Þessi atriði ríða ekki endilega baggamuninn en skipta engu að síður máli, ekki síst ef óvissan í alþjóðamálum dregur úr tekjuvexti ferðamanna og eftirspurn eftir Íslandsferðum,“ segir að lokum. Arion banki Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Verðlag Icelandair Tengdar fréttir Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32 Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. 30. september 2025 09:12 Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. 30. september 2025 08:40 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
„Þann 29. september hætti Play starfsemi. Þrátt fyrir að tilkynningin hafi borið brátt að, hafði staðið styr um rekstur félagsins í nokkurn tíma. Til að mynda hafði félagið kynnt breytt viðskiptalíkan fyrir ári síðan, sem fólst í því að færa leiðarkerfið yfir í sólarlandaáætlun og fækka flugvélum er þjónustuðu Íslandsmarkað. Félagið hafði því þegar rifað seglin er kom að umsvifum á Keflavíkurflugvelli,“ segir í nýrri efnahagsspá bankans sem birt var í dag. Þar segir að þó svo að höggið verði takmarkað sé ekki þar með sagt að áhrifin á íslenskt hagkerfi verði engin. Þau geri ráð fyrir því að rekstrarstöðvunin muni hafa neikvæð áhrif á útflutta þjónustu, einkum í gegnum farþegaflutninga með flugi. Þá hafi einnig fjöldi fólks misst vinnuna hjá Play og fjöldi afleiddra starfa verið í húfi. Á atvinnuleysisskrá í ágúst hafi verið 7.400 manns og því bætist við um 400 manns við þrotið. Dragi úr utanlandsferðum Í spánni segir að einnig muni líklega draga úr utanlandsferðum Íslendinga, að minnsta kosti til skemmri tíma. Í skýrslunni var til dæmis greint frá því að í hverjum mánuði á þessu ári hafi 16 prósent Íslendinga verið erlendis. Minni samkeppni með falli Play geti einnig leitt til hækkunar flugfargjalda, sem hafi bein áhrif á verðbólguna. Þá telur bankinn að rekstrarstöðvunin gæti haft neikvæð áhrif á þjóðarsálina en það sé eitthvað sem haglíkan eigi erfitt með að meta. Í efnahagsspánni segir að eflaust hugsi margir á þessum tímamótum til falls WOW air en aðstæður séu gjörólíkar og stærðarmunur félaganna gríðarlegur. Áhrifin af rekstrarstöðvun Play muni þar af leiðandi vera mun minni á hagkerfið og íslenska ferðaþjónustu en gjaldþrot WOW air á sínum tíma, bæði er varðar komur ferðamanna og atvinnuleysi. Í spánni segir að þó svo að aðsóknarmet hafi verið slegin í sumar sé erfitt að spá fyrir um það hvernig veturinn þróast. Samkvæmt forsvarsmönnum Icelandair sé bókunarstaðan inn í haustið og veturinn verri miðað við sama tíma í fyrra. Rekstrarstöðvun muni leiða til þess, til skamms tíma, að framboð dragist saman því til viðbótar hafi nokkur stór erlend flugfélög rifað seglin í áætlunarflugum til Íslands. Icelandir fylli í skarð Play Á móti vegi að Icelandair, sem er umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli, hyggist auka flugframboð sitt allverulega á fjórða ársfjórðungi en stefna þeirra á næsta ári muni skipta sköpum. Leiðakerfi þeirra sé sveigjanlegt og félagið hafi síðustu mánuði fyllt í skarð Play að einhverju leyti með aukinni þjónustu við farþega til og frá landsin, á kostnað tengifarþega. „Séu réttar aðstæður fyrir hendi er líklegt að félagið haldi áfram á þeirri vegferð. Þá getur félagið dregið það að leggja gömlum vélum og fyllt þannig upp í skarðið með stærri flugflota. Samkvæmt grunnspá okkar er útlit fyrir óbreyttum ferðamannafjölda á næsta ári. Yrði það þriðja árið í röð sem tæplega 2,3 milljónir ferðamanna sækja landið heim, en við reiknum með fækkun ferðamanna á síðustu mánuðum þessa árs. Slík þróun ætti ekki að koma á óvart í ljósi vendinga í flugframboði. Því til viðbótar er landið dýr áfangastaður, launakostnaður hár og krónan sterk. Þessi atriði ríða ekki endilega baggamuninn en skipta engu að síður máli, ekki síst ef óvissan í alþjóðamálum dregur úr tekjuvexti ferðamanna og eftirspurn eftir Íslandsferðum,“ segir að lokum.
Arion banki Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Verðlag Icelandair Tengdar fréttir Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32 Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. 30. september 2025 09:12 Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. 30. september 2025 08:40 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Play-liðar minnast góðu tímanna Flugfélagið Play fór í gjaldþrot í gær eftir fjögurra ára starfsemi, og um fjögur hundruð starfsmenn misstu vinnuna. Þar af eru rúmlega tvöhundruð flugfreyjur og flugþjónar sem minnast starfstímans með þakklæti og söknuði á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir sorglegan endi. 30. september 2025 10:32
Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, situr í samgöngunefnd og á von á því að nefndin muni strax í næstu viku, að lokinni kjördæmaviku, kalla ráðherra og forstjóra undirstofnanna á fund sinn. Hann segir þrotið hafa komið sér í opna skjöldu. Hann fór yfir gjaldþrot Play í Bítinu á Bylgjunni. 30. september 2025 09:12
Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir lífeyrissjóðina verða að hugsa vel hvaða áhættufjárfestingum þeir taka þátt í. Hann telur fjárfestingu þeirra á Íslandi of miklar og að hún renni beint út í verðlag. Hann telur líklegt að samhliða hækkun á flugfargjöldum eftir gjaldþrot Play muni verðbólga hækka. 30. september 2025 08:40