Innlent

Gjald­þrotið leiðir til hópuppsagnar og afar­kostir Banda­ríkja­for­seta

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Ráðamenn eru á einu máli um að fall Play muni ekki hafa afgerandi áhrif á þjóðarbúið. Það hafi fyrst og fremst áhrif á starfsfólk og farþega félagsins. Innviðaráðherra telur að kanna þurfi hvort krafa verði gerð um að dótturfélag Play á Möltu renni inn í þrotabúið.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Þar verður einnig fjallað um hópuppsagnir sem búist er við hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu félagið, en fimmtíu verður til að mynda sagt upp hjá Airport Associates.

Bandaríkjaforseti hefur sett Hamas-samtökunum afarkosti, og segir þau hafa nokkra daga til að samþykkja friðaráætlun hans á Gasa, ellegar verði niðurstaðan á Gasa „ekki falleg“. Á sama tíma hefur varnarmálaráðherra hans sagt pólitískum rétttrúnaði í hernum stríð á hendur, og segir að þar á bæ sé „vókið“ búið að vera.

Við hittum ferðamann sem hefur ferðast til allra landa í heiminum, en hann ákvað að Ísland yrði síðasta landið í heimsreisunni, sem kostaði tugi milljóna og tók mörg ár. Hana tók hann með hléum því honum býðst ekki að starfa í fjarvinnu.

Þá kynnum við okkur ráðstefnu þar sem ungt fólk líkti eftir krísufundi NATO í húsakynnum Alþingis, og við verðum á opnunarhátíð Bleiku slaufunnar í Borgarleikhúsinu, þar sem gesta bíður glæsileg dagskrá.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Sýnar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×