Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. október 2025 11:33 Launafólk Alþýðusambands Íslands og BSRB svöruðu könnuninni. Vísir/Ívar Fannar Ný könnun á vegum Alþýðusambands Íslands og BSRB sýnir fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að fimmtungur foreldra hefur ekki tök á að kaupa afmælisgjafir fyrir börnin sín og að þrátt fyrir að fleiri innflytjendur séu með háskólagráðu heldur en innfæddir eru þeir líklegri til að ná ekki endum saman. Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat. Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þrjátíu prósent launafólks í Alþýðusambandi Íslands og BSRB ná ekki endum saman með mánaðartekjum sínum samkvæmt nýrri könnun á vegum félaganna. Þau geta því ekki mætt óvæntum útgjöldum upp á hundrað þúsund krónur án þess að skuldsetja sig. Rúmlega tuttugu prósent þeirra búa við verulegan skort á bæði efnislegum og félagslegum gæðum. Þetta kemur fram í árlegri könnun sem framkvæmd er fyrir hönd ASÍ og BSRB af Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðsins. Samkvæmt fréttatilkynningu sýnir könnunin fram á að breið gjá einkennir stöðu launafólks í landinu. Fimmtungur foreldra sem tóku þátt í könnuninni hefur ekki tök á að halda afmæli eða veislur fyrir barnið sitt né gefa því afmælis- eða jólagjafir. Nítján prósent foreldra geta ekki gefið börnunum sínum eins næringarríkan mat og þau vildu og átján prósent höfðu ekki efni á nauðsynlegum klæðnaði fyrir börnin. „Fjárhagsstaða láglaunafólks er mjög erfið og umtalsverður hluti á vinnumarkaði býr við raunverulegan skort,“ segir í rannsókninni. Almennt fleiri með háskólagráður en búa frekar við skort „Hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra er í launuðu starfi á vinnumarkaði (84% á móti 78%) og í 100% starfshlutfalli (82% á móti 74%),“ segir í niðurstöðum kannanarinnar. Af launafólki ASÍ og BSRB eru mun fleiri innflytjendur með menntun á háskólastigi heldur en þeir sem fæddir eru á Íslandi. Hins vegar er hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en um fjörutíu prósent þeirra eru með mánaðartekjur undir fimm hundruð þúsund krónum. Átta prósent innflytjenda eru með tekjur yfir milljón krónur á mánuði en 26 prósent innfæddra Innflytjendur eiga því almennt erfiðara með að ná endum saman og búa frekar við skort á efnislegum og félagslegum gæðum. Fjórðungur þeirra býr í eigin húsnæði en sex af hverjum tíu eru á leigumarkaði. Kvenna- og karlastörf viðhaldast Karlar eru mun líklegri til að starfa hjá einkareknu fyrirtæki heldur en konur en á móti kemur starfa fleiri konur hjá ríki og sveitarfélögum heldur en karlar. Svo virðist sem hin hefðbundnu kvenna- og karlastörf viðhaldist enn. Fleiri konur starfa í heilbrigðisþjónustu, fræðslu og í ræstingum á meðan fleiri karlar starfa við byggingastarfsemi og mannvirkjagerð, stóriðju og almannaöryggi og dómsmál. Mun hærra hlutfall kvenna á erfiðara með að ná endum saman. Þriðjungur karla er með tekjur yfir milljón krónur á mánuði samanborið við eina af tíu konum. Þar af leiðandi eru konur líklegri til að búa við skort á efnislegum og félagslegum gæðum auk þess að hafa ekki efni á grunnþáttum fyrir börnin sín líkt og nauðsynlegum klæðnaði og næringarríkum mat.
Félagsmál Innflytjendamál Jafnréttismál Stéttarfélög Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira