Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2025 13:30 Frá vinstri uppi: Mushtaq Ahmed, Mohammed Zahid og Kasir Bashir. Frá vinstri niðri: Mohammed Shahzad, Naheem Akram, Roheez Khan og Nisar Hussain. GMP Höfuðpaur hóps manna sem misnotaði tvær táningsstúlkur eins og kynlífsþræla í Englandi hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir ýmis kynferðisbrot. Aðrir menn úr tælingarhópnum fengu einnig langa fangelsisdóma. Dæmdu mennirnir, sem voru sjö talsins, misnotuðu stúlkurnar ítrekað í bænum Rochdale. Mohammed Zahid, höfuðpaurinn sem er 64 ára gamall, seldi vörur á markað í Rochdale en þar gaf hann stúlkunum, sem voru þá þrettán ára, nærföt, peninga, áfengi og mat í skiptum fyrir það að hann og vinir hans brutu reglulega á þeim frá 2001 til 2006. Kasir Bashir (50) var dæmdur fyrir nauðgun og önnur brot og dæmdur í 29 ára fangelsi. Hann er þó ekki í haldi lögreglu, heldur flúði land fyrir réttarhöldin og er ekki vitað hvar hann er staddur. Mushtaq Ahmed (67) var dæmdur í 27 ára fangelsi. Mohammed Shahzad (44) var dæmdur í 26 ára fangelsi og var Naheem Akram (48) einnig dæmdur í 26 ára fangelsi. Nisa Hussain (41) var dæmdur í nítján ára fangelsi. Roheez Khan (39) var dæmdur í tólf ára fangelsi. Sky News hefur eftir dómaranum Jonathan Seely, sem kvað upp dóma í morgun, að báðar stúlkurnar hafi verið mjög berskjaldaðar. Þær hafi komið úr erfiðum aðstæðum og hafi verið sérstaklega viðkvæmar gagnvart ágengni dæmdu mannanna, og annarra sem talið er að hafi brotið á þeim. „Þeim var deilt manna á milli fyrir kynlíf, misnotaðar, niðurlægðar og svo kastað til hliðar,“ sagði Seely. Hann sagði að þeir sem hefðu haft það hlutverk að verja þessar stúlkur hefðu alfarið brugðist þeim. BBC hefur eftir annarri stúlkunni, sem er nú kona, að hundruð manna hafi brotið á henni á þessum tíma. Hún hafi ekki tölu á því hve margir þeir hafi verið. Þá sagði hún starfsmönnum barnaverndar frá einhverjum brotanna árið 2004 en ekkert var gert. Hin konan sló á svipaða strengi. Hún sagði að bæði lögreglan og barnavernd hafi vitað af því að verið væri að brjóta á henni en ekkert hafi verið gert. Hún sagðist sjálf hafa séð það árum síðar, þegar hún skoðaði skrár sínar hjá umræddum stofnunum. Lögreglan á stór-Manchestersvæðinu í Englandi segir að málið sé eitt nokkurra sem hafi verið til rannsóknar að undanförnu. Í heildina sé búið að dæm 32 menn í samtals 474 ára fangelsi vegna sambærilegra brota. England Erlend sakamál Bretland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Dæmdu mennirnir, sem voru sjö talsins, misnotuðu stúlkurnar ítrekað í bænum Rochdale. Mohammed Zahid, höfuðpaurinn sem er 64 ára gamall, seldi vörur á markað í Rochdale en þar gaf hann stúlkunum, sem voru þá þrettán ára, nærföt, peninga, áfengi og mat í skiptum fyrir það að hann og vinir hans brutu reglulega á þeim frá 2001 til 2006. Kasir Bashir (50) var dæmdur fyrir nauðgun og önnur brot og dæmdur í 29 ára fangelsi. Hann er þó ekki í haldi lögreglu, heldur flúði land fyrir réttarhöldin og er ekki vitað hvar hann er staddur. Mushtaq Ahmed (67) var dæmdur í 27 ára fangelsi. Mohammed Shahzad (44) var dæmdur í 26 ára fangelsi og var Naheem Akram (48) einnig dæmdur í 26 ára fangelsi. Nisa Hussain (41) var dæmdur í nítján ára fangelsi. Roheez Khan (39) var dæmdur í tólf ára fangelsi. Sky News hefur eftir dómaranum Jonathan Seely, sem kvað upp dóma í morgun, að báðar stúlkurnar hafi verið mjög berskjaldaðar. Þær hafi komið úr erfiðum aðstæðum og hafi verið sérstaklega viðkvæmar gagnvart ágengni dæmdu mannanna, og annarra sem talið er að hafi brotið á þeim. „Þeim var deilt manna á milli fyrir kynlíf, misnotaðar, niðurlægðar og svo kastað til hliðar,“ sagði Seely. Hann sagði að þeir sem hefðu haft það hlutverk að verja þessar stúlkur hefðu alfarið brugðist þeim. BBC hefur eftir annarri stúlkunni, sem er nú kona, að hundruð manna hafi brotið á henni á þessum tíma. Hún hafi ekki tölu á því hve margir þeir hafi verið. Þá sagði hún starfsmönnum barnaverndar frá einhverjum brotanna árið 2004 en ekkert var gert. Hin konan sló á svipaða strengi. Hún sagði að bæði lögreglan og barnavernd hafi vitað af því að verið væri að brjóta á henni en ekkert hafi verið gert. Hún sagðist sjálf hafa séð það árum síðar, þegar hún skoðaði skrár sínar hjá umræddum stofnunum. Lögreglan á stór-Manchestersvæðinu í Englandi segir að málið sé eitt nokkurra sem hafi verið til rannsóknar að undanförnu. Í heildina sé búið að dæm 32 menn í samtals 474 ára fangelsi vegna sambærilegra brota.
England Erlend sakamál Bretland Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira