Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 22:32 Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir það hafa komið sér á óvart að slitnaði upp úr viðræðunum. Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan. Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira
Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Fleiri fréttir Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Sjá meira