Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2025 23:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Hann segist svo gott sem búinn að taka ákvörðun um það hvort hann ætli að selja stýriflaugar til Úkraínumanna. Fyrst vilji hann vita hvað standi til að gera við þær. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagði frá því í síðasta mánuði að hann hefði farið fram á það við Trump að Úkraínumönnum yrðu seldar bandarískar stýriflaugar. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, staðfesti svo í kjölfarið að það væri til skoðunar. Fjölmiðlar ytra hafa vitnað í bandaríska embættismenn um að erfitt yrði að selja Úkraínumönnum einhvern fjölda af stýriflaugum, þar sem Bandaríkjamenn eiga fyrir tiltölulega fáar. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í kjölfarið að slík sala myndi koma verulega niður á sambandi Rússlands og Bandaríkjanna og jafnvel yrði því alfarið slitið, samkvæmt frétt Reuters. https://www.reuters.com/world/europe/putin-says-tomahawk-supply-ukraine-would-destroy-us-relations-2025-10-05/ Á ráðstefnu í síðustu viku sagði Pútín að Rússar myndu þó á endanum læra að skjóta þær niður, eins og önnur vopn sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum. Meðal annars hefur Pútín vísað til þess að Úkraínumenn gætu ekki notað slíkar stýriflaugar án beinnar aðstoðar frá Bandaríkjamönnum. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Frá því Trump og Pútín hittust í Alaska í sumar, og Trump stóð í þeirri trú að Pútín ætlaði að stíga skref í átt til friðar, virðist sem samband þeirra hafi versnað til muna. Trump hefur ítrekað talað um að Pútín hafi valdið sér vonbrigðum og hefur tónn hans í garð stríðsins tekið nokkrum breytingum. Trump sagði meðal annars í síðasta mánuði að rússneski herinn væri „pappírstígur“ og að Úkraínumenn ættu séns á að reka Rússa á brott. Forsetinn var spurður að því í kvöld hvort hann væri búinn að taka ákvörðun um beiðni Úkraínumanna. „Nánast,“ svaraði Trump. „Ég held ég vilji ganga úr skugga hvað þeir ætla að gera við þær. Þú veist. Hvert þeir ætla að senda þær, held ég. Ég verð að spyrja þeirrar spurningar.“ Trump bætti við að hann vildi forðast stigmögnun. BREAKING: Trump says he has made a decision on sending Tomahawk missiles to Ukraine. He wants to first confirm how they will be used. pic.twitter.com/KEiT5KGl7j— Clash Report (@clashreport) October 6, 2025 Aðstoða við árásir á olíuinnviði Úkraínumenn hafa verið að gera ítrekaðar árásir á olíuvinnslur og aðra olíuinnviði í Rússlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Framleiðslugeta Rússa er sögð hafa dregist verulega saman vegna þessara árása. Sala á olíu og olíuafurðum er lang stærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Sjá einnig: Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Þá hafa Úkraínumenn einnig verið að gera árásir á orkuver og önnur skotmörk í Rússlandi með drónum og eldflaugum, eins og Rússar hafa lengi gert og af meira umfangi í Úkraínu. In lots of area's in Russia, Ukrainian drones can be heard and seen. pic.twitter.com/EJDsSZd7fw— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) October 6, 2025 Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að aðstoða Úkraínumenn við þessar árásir. Það yrði gert með því að veita þeim upplýsingar úr lofti og gervihnöttum og eru bandarískir embættismenn sagðir hafa beðið ríki Evrópu um að veita sambærilega aðstoð. Bandaríkjamenn og aðrir hafa um langt skeið aðstoðað Úkraínumenn með svipuðum hætti við árásir með drónum og eldflaugum en þetta mun gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmari árásir og dýpra í Rússlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn, undir stjórn Trumps, munu aðstoða Úkraínumenn við árásir djúpt í Rússlandi. Þykir þessi ákvörðun til marks um breytt viðhorf Trumps í garð Pútíns og Rússlands og mun þessi ákvörðun hafa verið tekin burtséð frá því hvort Úkraínumenn fái Tomahawk stýriflaugar eða ekki. Geta drifið langt inn í Rússland Tomahawk stýriflaugar geta drifið allt að 2.500 kílómetra (fer eftir týpu) og ef þær langdrægustu yrðu seldar Úkraínumönnum gætu þeir skotið þeim að skotmörkum í nánast öllum hluta Rússlands sem er í Evrópu. Hægt er að skjóta þeim af skipum, kafbátum eða af skotpöllum á jörðinni og hafa Bandaríkjamenn notað þær um árabil með góðum árangri. Áhugasamir geta skoðað stutt kynningarmyndband Raytheon, sem framleiðir Tomahawk, um stýriflaugarnar hér að neðan. Einnig kemur til greina að selja Barracuda-flaugar til Úkraínumanna. Þær eru framleiddar af Anduril og eiga að geta hæft skotmörk í allt að átta hundrað kílómetra fjarlægð (fer eftir týpu) og eiga þær þar að auki að vera tiltölulega ódýrar. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það enn, samkvæmt WSJ, en ef ákvörðunin verður tekin um að selja flaugar til Úkraínumanna er ekki víst að það verði opinberað með einhverjum hætti áður en þær flaugar lenda einhvers staðar í Rússlandi. Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. 5. október 2025 09:58 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagði frá því í síðasta mánuði að hann hefði farið fram á það við Trump að Úkraínumönnum yrðu seldar bandarískar stýriflaugar. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, staðfesti svo í kjölfarið að það væri til skoðunar. Fjölmiðlar ytra hafa vitnað í bandaríska embættismenn um að erfitt yrði að selja Úkraínumönnum einhvern fjölda af stýriflaugum, þar sem Bandaríkjamenn eiga fyrir tiltölulega fáar. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í kjölfarið að slík sala myndi koma verulega niður á sambandi Rússlands og Bandaríkjanna og jafnvel yrði því alfarið slitið, samkvæmt frétt Reuters. https://www.reuters.com/world/europe/putin-says-tomahawk-supply-ukraine-would-destroy-us-relations-2025-10-05/ Á ráðstefnu í síðustu viku sagði Pútín að Rússar myndu þó á endanum læra að skjóta þær niður, eins og önnur vopn sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum. Meðal annars hefur Pútín vísað til þess að Úkraínumenn gætu ekki notað slíkar stýriflaugar án beinnar aðstoðar frá Bandaríkjamönnum. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Frá því Trump og Pútín hittust í Alaska í sumar, og Trump stóð í þeirri trú að Pútín ætlaði að stíga skref í átt til friðar, virðist sem samband þeirra hafi versnað til muna. Trump hefur ítrekað talað um að Pútín hafi valdið sér vonbrigðum og hefur tónn hans í garð stríðsins tekið nokkrum breytingum. Trump sagði meðal annars í síðasta mánuði að rússneski herinn væri „pappírstígur“ og að Úkraínumenn ættu séns á að reka Rússa á brott. Forsetinn var spurður að því í kvöld hvort hann væri búinn að taka ákvörðun um beiðni Úkraínumanna. „Nánast,“ svaraði Trump. „Ég held ég vilji ganga úr skugga hvað þeir ætla að gera við þær. Þú veist. Hvert þeir ætla að senda þær, held ég. Ég verð að spyrja þeirrar spurningar.“ Trump bætti við að hann vildi forðast stigmögnun. BREAKING: Trump says he has made a decision on sending Tomahawk missiles to Ukraine. He wants to first confirm how they will be used. pic.twitter.com/KEiT5KGl7j— Clash Report (@clashreport) October 6, 2025 Aðstoða við árásir á olíuinnviði Úkraínumenn hafa verið að gera ítrekaðar árásir á olíuvinnslur og aðra olíuinnviði í Rússlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Framleiðslugeta Rússa er sögð hafa dregist verulega saman vegna þessara árása. Sala á olíu og olíuafurðum er lang stærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Sjá einnig: Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Þá hafa Úkraínumenn einnig verið að gera árásir á orkuver og önnur skotmörk í Rússlandi með drónum og eldflaugum, eins og Rússar hafa lengi gert og af meira umfangi í Úkraínu. In lots of area's in Russia, Ukrainian drones can be heard and seen. pic.twitter.com/EJDsSZd7fw— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) October 6, 2025 Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að aðstoða Úkraínumenn við þessar árásir. Það yrði gert með því að veita þeim upplýsingar úr lofti og gervihnöttum og eru bandarískir embættismenn sagðir hafa beðið ríki Evrópu um að veita sambærilega aðstoð. Bandaríkjamenn og aðrir hafa um langt skeið aðstoðað Úkraínumenn með svipuðum hætti við árásir með drónum og eldflaugum en þetta mun gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmari árásir og dýpra í Rússlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn, undir stjórn Trumps, munu aðstoða Úkraínumenn við árásir djúpt í Rússlandi. Þykir þessi ákvörðun til marks um breytt viðhorf Trumps í garð Pútíns og Rússlands og mun þessi ákvörðun hafa verið tekin burtséð frá því hvort Úkraínumenn fái Tomahawk stýriflaugar eða ekki. Geta drifið langt inn í Rússland Tomahawk stýriflaugar geta drifið allt að 2.500 kílómetra (fer eftir týpu) og ef þær langdrægustu yrðu seldar Úkraínumönnum gætu þeir skotið þeim að skotmörkum í nánast öllum hluta Rússlands sem er í Evrópu. Hægt er að skjóta þeim af skipum, kafbátum eða af skotpöllum á jörðinni og hafa Bandaríkjamenn notað þær um árabil með góðum árangri. Áhugasamir geta skoðað stutt kynningarmyndband Raytheon, sem framleiðir Tomahawk, um stýriflaugarnar hér að neðan. Einnig kemur til greina að selja Barracuda-flaugar til Úkraínumanna. Þær eru framleiddar af Anduril og eiga að geta hæft skotmörk í allt að átta hundrað kílómetra fjarlægð (fer eftir týpu) og eiga þær þar að auki að vera tiltölulega ódýrar. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það enn, samkvæmt WSJ, en ef ákvörðunin verður tekin um að selja flaugar til Úkraínumanna er ekki víst að það verði opinberað með einhverjum hætti áður en þær flaugar lenda einhvers staðar í Rússlandi.
Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. 5. október 2025 09:58 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. 5. október 2025 09:58