Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar 8. október 2025 11:31 „Við erum öll úr sömu sveit“ er falleg yfirskrift sem segir svo margt. Ég les úr henni að samvinna er betri en samkeppni, að við séum öll neytendur og þurfum á landbúnaði að halda - já líka þau sem eru vegan. Af hverju göngum við þá ekki í takt þegar kemur að landbúnaði. Af hverju er brjóstið á okkur ekki útþanið af stolti yfir framleiðslunni, sérstöðunni og afurðunum? Í því samhengi langar mig að fjalla aðeins um traust. Traust er eitthvað sem er bæði óáþreifanlegt og óendanlega mikilvægt. Ekki er hægt að segja fólki að treysta, heldur verður að ávinna sér traust með gjörðum. Það tekur langan tíma að byggja það upp en oft stuttan tíma að brjóta það niður. Við erum öll úr sömu sveit og við treystum bændum. Við þekkjum bændur og fyrir hvað þeir standa og flest kunnum við að meta allar þær fjölbreyttu afurðir sem þessir dugmiklu framleiðendur færa okkur. Kannanir sýna að neytendur vilja kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er því sárt þegar milliliðum verður á að brjóta á þessu trausti. Það er fátt sem gerir mig jafn leiða og sjá landbúnaðarrúnk í verslunum. Þegar milliliðir merkja innfluttar afurðir með íslenska fánanum, þegar iðnaður merkir vörur með Beint frá býli hugmyndafræðinni og þegar reynt er að villa um fyrir neytendum á kostnað þess sem framsæknir bændur hafa byggt upp yfir langan tíma. Það er ósiður og það er ósanngjarnt - ekki bara fyrir bændur heldur alla, við erum öll úr sömu sveit. Mig langar því að biðja ykkur, sem þetta stundið, að láta af þessum ósið. Vörur geta verið góðar þó að þær séu ekki beint úr íslenskri sveit. Leyfið íslenskum bændum að njóta þess trausts sem þau hafa áunnið sér og öðrum vörum að njóta sín á sínum forsendum. Innfluttar eða ekki. Það er engum til framdráttar að rúnka sér á trausti og sérstöðu annarrar greinar. Íslenskur landbúnaður er samvinna okkar allra, ekki samkeppni. Á morgun, fimmtudaginn 9. okt., er „Dagur landbúnaðarins“. Af því tilefni er haldið málþing á Hótel Borgarnesi og öllum úr sveitinni er boðið. Höfundur er landbúnaðarunnandi og neytandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
„Við erum öll úr sömu sveit“ er falleg yfirskrift sem segir svo margt. Ég les úr henni að samvinna er betri en samkeppni, að við séum öll neytendur og þurfum á landbúnaði að halda - já líka þau sem eru vegan. Af hverju göngum við þá ekki í takt þegar kemur að landbúnaði. Af hverju er brjóstið á okkur ekki útþanið af stolti yfir framleiðslunni, sérstöðunni og afurðunum? Í því samhengi langar mig að fjalla aðeins um traust. Traust er eitthvað sem er bæði óáþreifanlegt og óendanlega mikilvægt. Ekki er hægt að segja fólki að treysta, heldur verður að ávinna sér traust með gjörðum. Það tekur langan tíma að byggja það upp en oft stuttan tíma að brjóta það niður. Við erum öll úr sömu sveit og við treystum bændum. Við þekkjum bændur og fyrir hvað þeir standa og flest kunnum við að meta allar þær fjölbreyttu afurðir sem þessir dugmiklu framleiðendur færa okkur. Kannanir sýna að neytendur vilja kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er því sárt þegar milliliðum verður á að brjóta á þessu trausti. Það er fátt sem gerir mig jafn leiða og sjá landbúnaðarrúnk í verslunum. Þegar milliliðir merkja innfluttar afurðir með íslenska fánanum, þegar iðnaður merkir vörur með Beint frá býli hugmyndafræðinni og þegar reynt er að villa um fyrir neytendum á kostnað þess sem framsæknir bændur hafa byggt upp yfir langan tíma. Það er ósiður og það er ósanngjarnt - ekki bara fyrir bændur heldur alla, við erum öll úr sömu sveit. Mig langar því að biðja ykkur, sem þetta stundið, að láta af þessum ósið. Vörur geta verið góðar þó að þær séu ekki beint úr íslenskri sveit. Leyfið íslenskum bændum að njóta þess trausts sem þau hafa áunnið sér og öðrum vörum að njóta sín á sínum forsendum. Innfluttar eða ekki. Það er engum til framdráttar að rúnka sér á trausti og sérstöðu annarrar greinar. Íslenskur landbúnaður er samvinna okkar allra, ekki samkeppni. Á morgun, fimmtudaginn 9. okt., er „Dagur landbúnaðarins“. Af því tilefni er haldið málþing á Hótel Borgarnesi og öllum úr sveitinni er boðið. Höfundur er landbúnaðarunnandi og neytandi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar