Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar 8. október 2025 11:31 „Við erum öll úr sömu sveit“ er falleg yfirskrift sem segir svo margt. Ég les úr henni að samvinna er betri en samkeppni, að við séum öll neytendur og þurfum á landbúnaði að halda - já líka þau sem eru vegan. Af hverju göngum við þá ekki í takt þegar kemur að landbúnaði. Af hverju er brjóstið á okkur ekki útþanið af stolti yfir framleiðslunni, sérstöðunni og afurðunum? Í því samhengi langar mig að fjalla aðeins um traust. Traust er eitthvað sem er bæði óáþreifanlegt og óendanlega mikilvægt. Ekki er hægt að segja fólki að treysta, heldur verður að ávinna sér traust með gjörðum. Það tekur langan tíma að byggja það upp en oft stuttan tíma að brjóta það niður. Við erum öll úr sömu sveit og við treystum bændum. Við þekkjum bændur og fyrir hvað þeir standa og flest kunnum við að meta allar þær fjölbreyttu afurðir sem þessir dugmiklu framleiðendur færa okkur. Kannanir sýna að neytendur vilja kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er því sárt þegar milliliðum verður á að brjóta á þessu trausti. Það er fátt sem gerir mig jafn leiða og sjá landbúnaðarrúnk í verslunum. Þegar milliliðir merkja innfluttar afurðir með íslenska fánanum, þegar iðnaður merkir vörur með Beint frá býli hugmyndafræðinni og þegar reynt er að villa um fyrir neytendum á kostnað þess sem framsæknir bændur hafa byggt upp yfir langan tíma. Það er ósiður og það er ósanngjarnt - ekki bara fyrir bændur heldur alla, við erum öll úr sömu sveit. Mig langar því að biðja ykkur, sem þetta stundið, að láta af þessum ósið. Vörur geta verið góðar þó að þær séu ekki beint úr íslenskri sveit. Leyfið íslenskum bændum að njóta þess trausts sem þau hafa áunnið sér og öðrum vörum að njóta sín á sínum forsendum. Innfluttar eða ekki. Það er engum til framdráttar að rúnka sér á trausti og sérstöðu annarrar greinar. Íslenskur landbúnaður er samvinna okkar allra, ekki samkeppni. Á morgun, fimmtudaginn 9. okt., er „Dagur landbúnaðarins“. Af því tilefni er haldið málþing á Hótel Borgarnesi og öllum úr sveitinni er boðið. Höfundur er landbúnaðarunnandi og neytandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Við erum öll úr sömu sveit“ er falleg yfirskrift sem segir svo margt. Ég les úr henni að samvinna er betri en samkeppni, að við séum öll neytendur og þurfum á landbúnaði að halda - já líka þau sem eru vegan. Af hverju göngum við þá ekki í takt þegar kemur að landbúnaði. Af hverju er brjóstið á okkur ekki útþanið af stolti yfir framleiðslunni, sérstöðunni og afurðunum? Í því samhengi langar mig að fjalla aðeins um traust. Traust er eitthvað sem er bæði óáþreifanlegt og óendanlega mikilvægt. Ekki er hægt að segja fólki að treysta, heldur verður að ávinna sér traust með gjörðum. Það tekur langan tíma að byggja það upp en oft stuttan tíma að brjóta það niður. Við erum öll úr sömu sveit og við treystum bændum. Við þekkjum bændur og fyrir hvað þeir standa og flest kunnum við að meta allar þær fjölbreyttu afurðir sem þessir dugmiklu framleiðendur færa okkur. Kannanir sýna að neytendur vilja kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er því sárt þegar milliliðum verður á að brjóta á þessu trausti. Það er fátt sem gerir mig jafn leiða og sjá landbúnaðarrúnk í verslunum. Þegar milliliðir merkja innfluttar afurðir með íslenska fánanum, þegar iðnaður merkir vörur með Beint frá býli hugmyndafræðinni og þegar reynt er að villa um fyrir neytendum á kostnað þess sem framsæknir bændur hafa byggt upp yfir langan tíma. Það er ósiður og það er ósanngjarnt - ekki bara fyrir bændur heldur alla, við erum öll úr sömu sveit. Mig langar því að biðja ykkur, sem þetta stundið, að láta af þessum ósið. Vörur geta verið góðar þó að þær séu ekki beint úr íslenskri sveit. Leyfið íslenskum bændum að njóta þess trausts sem þau hafa áunnið sér og öðrum vörum að njóta sín á sínum forsendum. Innfluttar eða ekki. Það er engum til framdráttar að rúnka sér á trausti og sérstöðu annarrar greinar. Íslenskur landbúnaður er samvinna okkar allra, ekki samkeppni. Á morgun, fimmtudaginn 9. okt., er „Dagur landbúnaðarins“. Af því tilefni er haldið málþing á Hótel Borgarnesi og öllum úr sveitinni er boðið. Höfundur er landbúnaðarunnandi og neytandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun