Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:18 Arna Eiríksdóttir var skiljanlega óánægð með vítaspyrnudóminn enda gat hún lítið gert til að fá boltann ekki upp í höndina. Getty/Molly Darlington Vålerenga tapaði naumlega á móti Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eina mark leiksins kom úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á íslenska miðvörðinn Örnu Eiríksdóttur. Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira