Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. október 2025 09:56 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Flugumferðarstjórar hafa boðað vinnustöðvun á sunnudagskvöld vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra. Þeir hafa verið samningslausir frá áramótum en að sögn formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra strandar málið á launaliðnum. „Við teljum okkur vera komin á þann stað í þessum viðræðum að við erum tilneydd til þess að beita þessu, við erum búin að vera samningslaus síðan frá áramótum og í viðræðum síðan í apríl 2024, meira og minna sleitulaust. Það var komið að þessum tímapunkti að beiðni félagsfólks,“ segir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Kjaradeilu flugumferðarstjóranna og Samtaka atvinnulífsins var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Yfir 97 prósent félagsmanna samþykktu vinnustöðvunina sem er sambærileg þeirri sem flugumferðarstjórar fóru í árið 2023. Vinnustöðvunin kemur til með að hafa áhrif á flug til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Hún varir frá klukkan tíu á sunnudagskvöldið 19. október til þrjú aðfaranótt mánudags. „Við ströndum fyrst og fremst á launaliðnum og launaþróun núna. Það er það sem er búið að vera í umræðunni síðustu vikur. Við náðum samkomulagi um samning í ágúst sem var felldur með yfirgnæfandi meirihluta,“ segir hann. Arnar er á leið á fund núna fyrir hádegi og gerir ráð fyrir fleiri fundum í vikunni. Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við teljum okkur vera komin á þann stað í þessum viðræðum að við erum tilneydd til þess að beita þessu, við erum búin að vera samningslaus síðan frá áramótum og í viðræðum síðan í apríl 2024, meira og minna sleitulaust. Það var komið að þessum tímapunkti að beiðni félagsfólks,“ segir Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Kjaradeilu flugumferðarstjóranna og Samtaka atvinnulífsins var vísað til ríkissáttasemjara í apríl. Yfir 97 prósent félagsmanna samþykktu vinnustöðvunina sem er sambærileg þeirri sem flugumferðarstjórar fóru í árið 2023. Vinnustöðvunin kemur til með að hafa áhrif á flug til og frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Hún varir frá klukkan tíu á sunnudagskvöldið 19. október til þrjú aðfaranótt mánudags. „Við ströndum fyrst og fremst á launaliðnum og launaþróun núna. Það er það sem er búið að vera í umræðunni síðustu vikur. Við náðum samkomulagi um samning í ágúst sem var felldur með yfirgnæfandi meirihluta,“ segir hann. Arnar er á leið á fund núna fyrir hádegi og gerir ráð fyrir fleiri fundum í vikunni.
Kjaramál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira