Innlent

Odd­viti Múlaþings vill verða ritari Fram­sóknar­flokksins

Kjartan Kjartansson skrifar
Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Daðasyni sem ritari Framsóknarflokksins en hann sagði af sér á dögunum.
Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Daðasyni sem ritari Framsóknarflokksins en hann sagði af sér á dögunum. Vísir

Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Múlaþings, sækist eftir því að verða ritari Framsóknarflokksins. Kjósa á nýjan ritara á miðstjórnarfundi flokksins um helgina.

Oddvitinn greindi frá framboði sínu í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun. Þar sagði Jónína að ritari Framsóknarflokksins þyrfti að vera brú milli forystu og félaga. Hún ætlaði sér að vinna að því að styrkja innra starf flokksins með skipulagi og samvinnu, efla þátttöku nýrra félaga með hvatningu og fræðslu næði hún kjöri.

Ásmundur Einar Daðason sagði af sér sem ritari Framsóknarflokksins fyrir tveimur vikum. Hann datt út af þingi í kosningum í nóvember í fyrra.

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fer fram laugardaginn 18. október.

Auk þess að vera forseti sveitarstjórnar Múlaþings hefur Jónína verið varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×