„Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Kári Mímisson skrifar 14. október 2025 22:09 Einar Jónsson og hans menn læra eflaust margt af slagnum við Porto í kvöld. Vísir/Diego Það mátti sjá blendnar tilfinningar hjá Einari Jónssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir tólf marka tap gegn Porto í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Einar segist vera ánægður með hluta af leiknum en að of mörg auðveld mistök sem Porto hafi nýtt sér hafi farið með leikinn. „Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“ Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira
„Ég er að mörgu leyti bara mjög ánægður með þetta. Mér fannst við spila mjög vel hér á köflum í dag en það er bara svoleiðis hér í kvöld að ef þú gerir mistök á er þér refsað illilega,“ segir Einar eftir 38-26 tapið. „Þeir refsuðu okkur enda eru þeir góðir í því og það er bara ekki mikið rými fyrir mistök gegn þeim og alls ekki barnaleg mistök. Þessi betri lið refsa grimmilega. Heilt yfir og þá sérstaklega hér í upphafi seinni hálfleiks þá áttum við frábæran kafla fannst mér og Rúnar var algjörlega stórkostlegur á þeim tíma. Svo eðlileg fer að draga af honum og öðrum mönnum. Í kjölfarið kemur kafli hjá þeim sem við getum sagt að fari með leikinn að einhverju leyti þó svo að þeir hafi haft frumkvæðið og verið líklegri allan tíman þá er maður einhvern veginn alltaf í gæludýrinu,“ segir Einar og glottir áður en hann heldur áfram og bendir á að til þess að Fram vinni Porto þá þurfi í raun allt að ganga upp hjá liðinu. „Munurinn var þetta í kringum fjögur mörk á kafla í seinni hálfleik og við megum ekki gleyma að við erum að fara með vítaköst og markvarslan hjá þeim er á allt öðru stigi en hjá okkur í kvöld. Það eru þessi barnalegu mistök sem við gerum og þeir refsa fyrir það. Svo er það nú bara þannig að ef þú nýtir ekki dauðafærin þín þá er þetta erfiðara. Það þarf í rauninni allt að ganga upp hjá okkur til þessa að við vinnum Porto, það segir sig í raun bara sjálft. Ég geng allavega sáttur frá þessum leik þannig séð.“ Mikil gleði þrátt fyrir úrslitin Þrátt fyrir úrslitin þá skein mikil gleði yfir Lambhagahöllinni í kvöld. Það mátti sjá ótrúlega fjölda sjálfboðaliða gera húsið klárt fyrir þessa viðureign og umgjörðin var hin allra glæsilegasta. Viðbrögðin standa ekki á sér þegar Einar er spurður að því hversu gaman það er að sjá félagið hans takast á við jafn stórt verkefni og þetta. „Ég er ekkert eðlilega stoltur af okkar fólki. Þetta er algjörlega stórkostlegt, ég verð bara að segja það. Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn. Þetta er búið að vera mikil vinna í kringum þetta og höllin er algjörlega geggjuð. Svo á allt þetta fólk sem mætti hér í kvöld líka miklar þakkir skilið fyrir að skapa þessa notalegu og skemmtilegu Evrópustemningu. Þetta er ógeðslega flott og ég held að allir geti verið sammála um það að umgjörðin í kringum þennan leik er frábær og sé félaginu og öllum þeim sem komu að þessu til mikils sóma.“
Evrópudeild karla í handbolta Fram Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Sjá meira