Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir og Halldór Reynisson skrifa 15. október 2025 12:00 Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun