FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2025 21:48 Vinirnir Gianni Infantino og Donald Trump á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategu Donald Trump hótaði borgarstjórum í Bandaríkjunum að hann gæti tekið HM-leiki af þeim. Í fyrstu neitaði FIFA að Bandaríkjaforseti hefði slík völd en nú er komið annað hljóð í FIFA-fólk. FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025 FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
FIFA hefur nú viðurkennt að bandarísk stjórnvöld hafi lokaorðið um að ákvarða öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu í fótbolta næsta sumar. ESPN segir frá. Trump forseti Bandaríkjanna sagði á sínum tíma að vinur sinn Gianni Infantino, forseti FIFA, myndi „mjög auðveldlega“ færa leiki á HM 2026 frá tilnefndum gestgjafaborgum ef Trump bæði hann um það. Trump gaf einnig í skyn að hann myndi reyna að færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles ef honum fyndist borgin ekki örugg. Bandaríkjaforseti hefur áður talað um að færa leiki á heimsmeistaramótinu frá borgum sem hann taldi „hættulegar“, og nefndi áður Seattle og San Francisco. FIFA says Donald Trump has the right to determine which cities are safe for the World Cup Per Sky News pic.twitter.com/3oDywqbAPk— OSZ (@OpenSourceZone) October 15, 2025 FIFA hefur sagt að ákvarðanir um öryggi gestgjafaborga á heimsmeistaramótinu séu á hendi bandarískra stjórnvalda. „Öryggi og öryggisgæsla eru í forgangi á öllum viðburðum FIFA um allan heim,“ sagði talsmaður FIFA. „Öryggi og öryggisgæsla eru augljóslega á ábyrgð stjórnvalda og þau ákveða hvað er best fyrir almannaöryggi. Við vonum að allar sextán gestgjafaborgir okkar verði tilbúnar til að halda mótið með góðum árangri og uppfylla allar nauðsynlegar kröfur.“ Á fimmtudag sagði Trump að „götuvaldatökur“ hefðu átt sér stað í Boston og fullyrti að FIFA myndi færa leiki fyrir úrslitakeppnina næsta sumar ef hann bæði um það. „Ef einhver stendur sig illa og ef mér finnst aðstæður óöruggar myndi ég hringja í Gianni, yfirmann FIFA, sem er stórkostlegur, og ég myndi segja:,Færum þetta á annan stað‘,“ sagði hann við fréttamenn í Bandaríkjunum á þriðjudag. „Og hann myndi gera það. Hann væri ekki hrifinn af því en hann myndi gera það mjög auðveldlega. Hann myndi gera það og þetta er rétti tíminn til að gera það. Ég gæti sagt það sama um Ólympíuleikana. „Ef ég héldi að L.A. yrðu ekki undirbúnar almennilega myndi ég færa þá á annan stað. Ef ég þyrfti að gera það í því tilfelli þyrfti ég líklega að fá annars konar leyfi, en við myndum gera það,“ sagði Donald Trump. Donald Trump has a longstanding bromance with Gianni Infantino 👬But does that explain why the FIFA president attended the Gaza peace summit in Egypt? pic.twitter.com/mtrUJ9SjDb— DW Sports (@dw_sports) October 15, 2025
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn