Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. október 2025 23:01 Rúnar Ingi Erlingsson fagnaði fyrsta sigri vetrarins á Akranesi í kvöld. Vísir/Anton Njarðvík vann öflugan útisigur gegn ÍA í Bónusdeild karla í kvöld eftir framlengdan leik. Leikurinn sveiflaðist fram og til baka en Njarðvík vann að lokum 11 stiga sigur, 119-130. Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var gríðarlega ánægður með torsóttan sigur sinna manna. „Ég er bara virkilega glaður að fara héðan með tvö stig. Þetta var virkilega erfiður leikur og mér fannst ÍA liðið gott. Það var erfitt að eiga við einstaklingsgæðin inni í teig og fjölhæfnina. Svo var Josip sem spilaði ekkert síðast bara virkilega erfiður. Þetta var mikil barátta og við vorum í bölvuðu basli allan leikinn. Fundum smá takt í 3. leikhluta og náðum forystu og gerðum svo nóg í upphafi framlengingar. Þeir gáfust ekkert upp og létu á okkur reyna fram til síðustu sekúndna og ég er guðslifandi feginn að labba hér út með tvö stig,“ sagði Rúnar Ingi. Stigin tvö voru þau fyrstu sem Njarðvík fær á tímabilinu eftir að þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það þýddi mjög mikið fyrir þjálfara liðsins að liðið skyldi vera komið á blað. „Það er bara risastórt. Líka bara stórt þegar þú veist að þú ert ekki að spila þinn allra besta körfubolta og ert aðeins í einhverju veseni. Við erum að eiga við alls konar tilfinningar og sem betur fer er ég með hóp sem er tilbúinn að leggja á sig endalausa vinnu. Menn eru í þessu til þess að finna lausnir og vilja gera eins vel og hægt er. Að ná í þessi fyrstu tvö stig í svona leik, það eru margar andlegar baráttur og í þessari stemningu hérna í þessu geggjaða íþróttahúsi. Ég er bara glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Rúnar Ingi og hélt svo áfram, „Þetta hjálpar okkur klárlega. Það er virkilega mikilvægt inni í klefanum að búa til sjálfstraust. Sóknarlega erum við komnir á allt annan stað en við vorum fyrir nokkrum vikum og nú þurfum við bara aðeins að læsa varnarlega og tengjast betur. Þá getum við farið að raunverulega byggja eitthvað upp.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍA Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var gríðarlega ánægður með torsóttan sigur sinna manna. „Ég er bara virkilega glaður að fara héðan með tvö stig. Þetta var virkilega erfiður leikur og mér fannst ÍA liðið gott. Það var erfitt að eiga við einstaklingsgæðin inni í teig og fjölhæfnina. Svo var Josip sem spilaði ekkert síðast bara virkilega erfiður. Þetta var mikil barátta og við vorum í bölvuðu basli allan leikinn. Fundum smá takt í 3. leikhluta og náðum forystu og gerðum svo nóg í upphafi framlengingar. Þeir gáfust ekkert upp og létu á okkur reyna fram til síðustu sekúndna og ég er guðslifandi feginn að labba hér út með tvö stig,“ sagði Rúnar Ingi. Stigin tvö voru þau fyrstu sem Njarðvík fær á tímabilinu eftir að þeir höfðu tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Það þýddi mjög mikið fyrir þjálfara liðsins að liðið skyldi vera komið á blað. „Það er bara risastórt. Líka bara stórt þegar þú veist að þú ert ekki að spila þinn allra besta körfubolta og ert aðeins í einhverju veseni. Við erum að eiga við alls konar tilfinningar og sem betur fer er ég með hóp sem er tilbúinn að leggja á sig endalausa vinnu. Menn eru í þessu til þess að finna lausnir og vilja gera eins vel og hægt er. Að ná í þessi fyrstu tvö stig í svona leik, það eru margar andlegar baráttur og í þessari stemningu hérna í þessu geggjaða íþróttahúsi. Ég er bara glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ sagði Rúnar Ingi og hélt svo áfram, „Þetta hjálpar okkur klárlega. Það er virkilega mikilvægt inni í klefanum að búa til sjálfstraust. Sóknarlega erum við komnir á allt annan stað en við vorum fyrir nokkrum vikum og nú þurfum við bara aðeins að læsa varnarlega og tengjast betur. Þá getum við farið að raunverulega byggja eitthvað upp.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍA Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Handbolti Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira