Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa 19. október 2025 19:02 Mikilvægi þess að krabbameinsgreindir hafi aðgang að góðri endurhæfingarþjónustu er ótvírætt, hvort sem tilgangur þjónustunnar er að viðhalda færni og getu í baráttu við ólæknandi mein eða að komast aftur til baka inn í lífið og á vinnumarkað eftir að meðferð gegn krabbameini er lokið. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Starfsemin er því gríðarlega mikilvæg fyrir þennan hóp sem getur þangað sótt alhliða þjónustu sem byggir á þverfaglegri nálgun þar sem unnið er samkvæmt gagnreyndum rannsóknum. Í Ljósinu er boðið upp á markvissa þjálfun sem sniðin er að þörfum einstaklinga í krabbameinsmeðferð. Að auki geta krabbameinsgreindir sótt þangað dýrmætan jafningjastuðning. Áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr fjárframlögum til þessarar mikilvægu starfsemi koma því augljóslega illa við viðkvæman hóp krabbameinsgreinda. Við teljum að slíkur niðurskurður hljóti að leiða til tafa á hinu mikilvæga endurhæfingarferli með tilheyrandi vandamálum og lífsgæðaskerðingu. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir krabbameinsgreinda. Nýleg rannsókn sýndi fram á að reglubundin hreyfing getur dregið úr endurkomutíðni og aukið lifun sjúklinga með ristilkrabbamein í læknanlegri meðferð. Einnig hefur sýnt sig að reglubundin hreyfing getur dregið úr aukaverkunum margra lyfja sem er sérlega mikilvægt í ljósi þess að margir krabbameinsgreindra þurfa að taka lyf til langs tíma, jafnvel árum saman. Það er okkar reynsla að sá stuðningur sem veittur er í Ljósinu sé ómetanlegur fyrir einstaklinga sem glíma við afleiðingar krabbameina og meðferðar vegna þeirra. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna hvetjum við stjórnvöld til að endurskoða áform um niðurskurð svo tryggja megi áfram þá mikilvægu starfsemi sem veitt er í Ljósinu. Höfundar eru krabbameinslæknar og sitja í stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Félagasamtök Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi þess að krabbameinsgreindir hafi aðgang að góðri endurhæfingarþjónustu er ótvírætt, hvort sem tilgangur þjónustunnar er að viðhalda færni og getu í baráttu við ólæknandi mein eða að komast aftur til baka inn í lífið og á vinnumarkað eftir að meðferð gegn krabbameini er lokið. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Starfsemin er því gríðarlega mikilvæg fyrir þennan hóp sem getur þangað sótt alhliða þjónustu sem byggir á þverfaglegri nálgun þar sem unnið er samkvæmt gagnreyndum rannsóknum. Í Ljósinu er boðið upp á markvissa þjálfun sem sniðin er að þörfum einstaklinga í krabbameinsmeðferð. Að auki geta krabbameinsgreindir sótt þangað dýrmætan jafningjastuðning. Áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr fjárframlögum til þessarar mikilvægu starfsemi koma því augljóslega illa við viðkvæman hóp krabbameinsgreinda. Við teljum að slíkur niðurskurður hljóti að leiða til tafa á hinu mikilvæga endurhæfingarferli með tilheyrandi vandamálum og lífsgæðaskerðingu. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir krabbameinsgreinda. Nýleg rannsókn sýndi fram á að reglubundin hreyfing getur dregið úr endurkomutíðni og aukið lifun sjúklinga með ristilkrabbamein í læknanlegri meðferð. Einnig hefur sýnt sig að reglubundin hreyfing getur dregið úr aukaverkunum margra lyfja sem er sérlega mikilvægt í ljósi þess að margir krabbameinsgreindra þurfa að taka lyf til langs tíma, jafnvel árum saman. Það er okkar reynsla að sá stuðningur sem veittur er í Ljósinu sé ómetanlegur fyrir einstaklinga sem glíma við afleiðingar krabbameina og meðferðar vegna þeirra. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna hvetjum við stjórnvöld til að endurskoða áform um niðurskurð svo tryggja megi áfram þá mikilvægu starfsemi sem veitt er í Ljósinu. Höfundar eru krabbameinslæknar og sitja í stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar