Óttast að senda hermenn til Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2025 16:29 Ísraelar vörpuðu í gær bæklingum á Gasaströndina þar sem fólk var varað við því að nálgast gulu línuna svokölluðu. Hún markar þau 53 prósent af Gasaströndinni sem Ísraelar stjórna enn. AP/Jehad Alshrafi Friðaráætlunin um Gasa, sem kennd er við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, felur í sér að senda alþjóðlegt friðargæslulið til Gasastrandarinnar. Ráðamenn víða um heim óttast þó að senda hermenn eða öryggissveitir á svæðið, þar sem þeir gætu lent í átökum við Hamas-liða. Ólíklegt þykir að Hamas-liðar muni leggja niður vopn og gefa frá sér vald á Gasaströndinni. Samkvæmt friðartillögunum á Gasaströndin að ganga „af-hernaðarvæðingu“ sem felur í sér að Hamas-liðar eiga að leggja niður vopn. Það hafa leiðtogar samtakanna, sem hafa stjórnað Gasaströndinni frá 2007, ávallt þvertekið fyrir að gera. Umrætt gæslulið á samkvæmt friðartillögunum að þjálfa og starfa með palestínskum löggæslumönnum, með ráðgjöf frá Jórdaníu og Egyptalandi. þetta gæslulið á að starfa á svæðum sem ísraelskir hermenn eiga ekki að vera á og koma í veg fyrir að vopnasendingar berist á Gasaströndina og tryggja dreifingu hjálpargagna. Í samtali við New York Times segja erindrekar sem þekkja til viðræðna og stöðunnar á Gasa að lítið hafi áorkast þegar snýr að því að mynda þetta gæslulið. Mikil óvissa ríki um það hver verkefni þessa liðs yrðu og erindrekar ríkja sem þykja líkleg til að taka þátt í myndun gæsluliðsins hafa sagt í einrúmi að ekki komi til greina að senda hermenn eða öryggissveitir sem myndu enda í bardögum við Hamas-liða. Aðrir hafa sagt að ekki sé vilji til að senda menn inn í borgir Gasastrandarinnar af ótta við ógn frá Hamas-liðum og göngum þeirra undir borgunum. Sagði marga vilja refsa Hamas Trump lýsti því yfir á samfélagsmiðli sínum í dag að margir bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og nærliggjandi svæðum iðuðu í skinninu yfir því að fá tækifæri til að senda sveitir á Gasaströndina. Þar gætu þessar sveitir tekið í lurginn á Hamas-liðum, haldi þeir áfram að hegða sér illa, eins og Trump orðaði það. Forsetinn segist hafa haldið aftur af umræddum en ótilgreindum ríkjum því enn væri tími fyrir Hamas-liða til að leggja niður vopn. Geri þeir það ekki, verði viðbrögðin gífurlega kröftug og hrottafengin. pic.twitter.com/BbGVKbQVRX— Karoline Leavitt (@PressSec) October 21, 2025 Trump virðist alfarið hunsa brot Ísraela á vopnahléinu og alfarið kenna Hamas-liðum um þau átök sem hafa átt sér stað. Það er þrátt fyrir að Ísraelar hafa gert fjölmargar árásir á Gasa á undanförnum dögum. Tugir Palestínumanna hafa fallið í þessum árásum. Tveir ísraelskir hermenn féllu um helgina og tveir aðrir eru sagðir hafa særst í dag. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali sem birt var í dag að framtíð Gasa til langs tíma væri enn óljós. Erfitt væri að segja til um hverjir myndu fara með stjórn þar í framtíðinni. Hann sagði þó að mikill árangur hefði náðst. Varaforsetinn er staddur í Ísrael þar sem hann var spurður út í það hvort Hamas-liðar myndu leggja niður vopn. Hann ítrekaði að Trump hefði sagt að ef þeir gerðu það ekki yrði gert út af við þá. Engin tímalína hefði þó verið ákveðin hvað varðar afvopnun Hamas. Þá þvertók Vance fyrir að bandarískir hermenn yrðu sendir til Gasastrandarinnar. JD Vance:There are not going to be American boots on the ground in Gaza.Trump and the military leadership have made that very clear. pic.twitter.com/baqjkvOHme— Clash Report (@clashreport) October 21, 2025 Jared Kushner, tengdasonur Trumps, sem hefur komið mikið að friðarviðræðunum, sagði á blaðamannafundi með Vance að ef Hamas legðu ekki niður vopn og héldu áfram stjórn á einhverjum hlutum Gasastrandarinnar, myndi engum peningum vera varið til uppbyggingar á þeim svæðum. Ný og mun minni Gasaströnd? Samkvæmt friðartillögunum hafa Ísraelar hörfað eilítið á Gasaströndinni en stjórna enn um 53 prósentum af landsvæðinu. Þar hafa ísraelskir hermenn reist varnarvirki en samkvæmt frétt BBC hefur að minnsta kosti einn ísraelskur miðill lýst þessar gulu línu svokölluðu sem nýjum landamærum Gasa. Gula línan á að vera tímabundin. Samkvæmt tillögunum eiga ísraelskir hermenn seinna meir að hörfa enn lengra svo þeir stjórni um fjörutíu prósentum og svo fimmtán prósentum. Að endingu ættu Ísraelar að stjórna smáu svæði um Gasa sem mynda á einhvers konar „öryggissvæði“. Hve lengi það á að vera er óljóst í tillögunum og er orðalagið á þann veg að Ísraelar ættu að fá að ráða því. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins. 20. október 2025 06:27 Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist staðráðinn í því að þvinga Hamas liða til að skila líkamsleifum allra þeirra gísla sem létust í haldi samtakanna. 17. október 2025 08:07 Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Hamas við því í dag að Bandaríkin „muni ekki hafa annan kost en að fara inn og drepa þá“ ef blóðsúthellingar haldi áfram á Gasa. 16. október 2025 21:59 Viðkvæmur friður þegar í hættu? Aðeins um vika er liðin frá því að samkomulag náðist um vopnahlé á Gasa en það virðist nú þegar í hættu. Ísraelsmenn ákváðu í gær að falla frá opnun Rafah hliðsins milli Gasa og Egyptalands og hægja á flutningum neyðarbirgða inn á svæðið. 15. október 2025 07:17 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Ólíklegt þykir að Hamas-liðar muni leggja niður vopn og gefa frá sér vald á Gasaströndinni. Samkvæmt friðartillögunum á Gasaströndin að ganga „af-hernaðarvæðingu“ sem felur í sér að Hamas-liðar eiga að leggja niður vopn. Það hafa leiðtogar samtakanna, sem hafa stjórnað Gasaströndinni frá 2007, ávallt þvertekið fyrir að gera. Umrætt gæslulið á samkvæmt friðartillögunum að þjálfa og starfa með palestínskum löggæslumönnum, með ráðgjöf frá Jórdaníu og Egyptalandi. þetta gæslulið á að starfa á svæðum sem ísraelskir hermenn eiga ekki að vera á og koma í veg fyrir að vopnasendingar berist á Gasaströndina og tryggja dreifingu hjálpargagna. Í samtali við New York Times segja erindrekar sem þekkja til viðræðna og stöðunnar á Gasa að lítið hafi áorkast þegar snýr að því að mynda þetta gæslulið. Mikil óvissa ríki um það hver verkefni þessa liðs yrðu og erindrekar ríkja sem þykja líkleg til að taka þátt í myndun gæsluliðsins hafa sagt í einrúmi að ekki komi til greina að senda hermenn eða öryggissveitir sem myndu enda í bardögum við Hamas-liða. Aðrir hafa sagt að ekki sé vilji til að senda menn inn í borgir Gasastrandarinnar af ótta við ógn frá Hamas-liðum og göngum þeirra undir borgunum. Sagði marga vilja refsa Hamas Trump lýsti því yfir á samfélagsmiðli sínum í dag að margir bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og nærliggjandi svæðum iðuðu í skinninu yfir því að fá tækifæri til að senda sveitir á Gasaströndina. Þar gætu þessar sveitir tekið í lurginn á Hamas-liðum, haldi þeir áfram að hegða sér illa, eins og Trump orðaði það. Forsetinn segist hafa haldið aftur af umræddum en ótilgreindum ríkjum því enn væri tími fyrir Hamas-liða til að leggja niður vopn. Geri þeir það ekki, verði viðbrögðin gífurlega kröftug og hrottafengin. pic.twitter.com/BbGVKbQVRX— Karoline Leavitt (@PressSec) October 21, 2025 Trump virðist alfarið hunsa brot Ísraela á vopnahléinu og alfarið kenna Hamas-liðum um þau átök sem hafa átt sér stað. Það er þrátt fyrir að Ísraelar hafa gert fjölmargar árásir á Gasa á undanförnum dögum. Tugir Palestínumanna hafa fallið í þessum árásum. Tveir ísraelskir hermenn féllu um helgina og tveir aðrir eru sagðir hafa særst í dag. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali sem birt var í dag að framtíð Gasa til langs tíma væri enn óljós. Erfitt væri að segja til um hverjir myndu fara með stjórn þar í framtíðinni. Hann sagði þó að mikill árangur hefði náðst. Varaforsetinn er staddur í Ísrael þar sem hann var spurður út í það hvort Hamas-liðar myndu leggja niður vopn. Hann ítrekaði að Trump hefði sagt að ef þeir gerðu það ekki yrði gert út af við þá. Engin tímalína hefði þó verið ákveðin hvað varðar afvopnun Hamas. Þá þvertók Vance fyrir að bandarískir hermenn yrðu sendir til Gasastrandarinnar. JD Vance:There are not going to be American boots on the ground in Gaza.Trump and the military leadership have made that very clear. pic.twitter.com/baqjkvOHme— Clash Report (@clashreport) October 21, 2025 Jared Kushner, tengdasonur Trumps, sem hefur komið mikið að friðarviðræðunum, sagði á blaðamannafundi með Vance að ef Hamas legðu ekki niður vopn og héldu áfram stjórn á einhverjum hlutum Gasastrandarinnar, myndi engum peningum vera varið til uppbyggingar á þeim svæðum. Ný og mun minni Gasaströnd? Samkvæmt friðartillögunum hafa Ísraelar hörfað eilítið á Gasaströndinni en stjórna enn um 53 prósentum af landsvæðinu. Þar hafa ísraelskir hermenn reist varnarvirki en samkvæmt frétt BBC hefur að minnsta kosti einn ísraelskur miðill lýst þessar gulu línu svokölluðu sem nýjum landamærum Gasa. Gula línan á að vera tímabundin. Samkvæmt tillögunum eiga ísraelskir hermenn seinna meir að hörfa enn lengra svo þeir stjórni um fjörutíu prósentum og svo fimmtán prósentum. Að endingu ættu Ísraelar að stjórna smáu svæði um Gasa sem mynda á einhvers konar „öryggissvæði“. Hve lengi það á að vera er óljóst í tillögunum og er orðalagið á þann veg að Ísraelar ættu að fá að ráða því.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Hernaður Tengdar fréttir Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins. 20. október 2025 06:27 Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist staðráðinn í því að þvinga Hamas liða til að skila líkamsleifum allra þeirra gísla sem létust í haldi samtakanna. 17. október 2025 08:07 Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Hamas við því í dag að Bandaríkin „muni ekki hafa annan kost en að fara inn og drepa þá“ ef blóðsúthellingar haldi áfram á Gasa. 16. október 2025 21:59 Viðkvæmur friður þegar í hættu? Aðeins um vika er liðin frá því að samkomulag náðist um vopnahlé á Gasa en það virðist nú þegar í hættu. Ísraelsmenn ákváðu í gær að falla frá opnun Rafah hliðsins milli Gasa og Egyptalands og hægja á flutningum neyðarbirgða inn á svæðið. 15. október 2025 07:17 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að vopnahlé sé enn í gildi milli Ísraels og Hamas eftir að báðir aðilar sökuðu hinn um að rjúfa ákvæði vopnahléssamningsins. 20. október 2025 06:27
Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist staðráðinn í því að þvinga Hamas liða til að skila líkamsleifum allra þeirra gísla sem létust í haldi samtakanna. 17. október 2025 08:07
Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varaði Hamas við því í dag að Bandaríkin „muni ekki hafa annan kost en að fara inn og drepa þá“ ef blóðsúthellingar haldi áfram á Gasa. 16. október 2025 21:59
Viðkvæmur friður þegar í hættu? Aðeins um vika er liðin frá því að samkomulag náðist um vopnahlé á Gasa en það virðist nú þegar í hættu. Ísraelsmenn ákváðu í gær að falla frá opnun Rafah hliðsins milli Gasa og Egyptalands og hægja á flutningum neyðarbirgða inn á svæðið. 15. október 2025 07:17