„Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2025 17:01 Nadine Guðrún Yaghi. Vísir/Vilhelm Nadine Guðrún Yaghi segir „afar ólíklegt“ að hún sé á leið í framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir marga hafa spurt sig út í mögulegt framboð en orðrómurinn byggi á draumi Ólafar Skaftadóttur, vinkonu sinnar. „Nei, það tel ég afar ólíklegt,“ segir Nadine við spurningu um hvort hún ætli í framboð fyrir Miðflokkinn. „Þú ert hins vegar alls ekki sá fyrsti sem spyr mig að þessu. Raunar er ég spurð oft á dag þessa dagana.“ Hávær umræða um mögulegt framboð Nadine hefur átt sér stað að undanförnu. Sérstaklega eftir að rekstur Play fór í þrot en þar starfaði Nadine sem forstöðumaður samskipta og markaðssviðs. Áður starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 (Nú Sýn), Vísi og Bylgjunni. Eins og frægt er er Nadine gift Snorra Mássyni, varaformanni og þingmanni Miðflokksins, sem starfaði einnig sem fréttamaður hjá Stöð 2 á árum áður. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, sem gera hlaðvarpið Komið gott, hafa meðal annarra haldið því fram að Nadine ætli sér að verða oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Nadine segir umræðuna um framboð hennar byggja á draumi Ólafar. Hún eigi einhvern þátt í þessum orðrómi. „Ég tek reyndar fram að það þarf engan sérfræðing til að sjá að staða Miðflokksins í borginni er sérstaklega góð, að mælast næstum með tvo borgarfulltrúa inni án þess að hafa kynnt lista,“ segir Nadine. „Ég var reyndar aðeins að grínast um að háu mælingarnar væru orðróminum um mitt framboð að þakka. Ég hef samt hugboð um að listarnir þegar þeir verða kynntir muni koma flokknum á enn meiri siglingu. Þetta er afskaplega spennandi.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. 21. október 2025 12:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
„Nei, það tel ég afar ólíklegt,“ segir Nadine við spurningu um hvort hún ætli í framboð fyrir Miðflokkinn. „Þú ert hins vegar alls ekki sá fyrsti sem spyr mig að þessu. Raunar er ég spurð oft á dag þessa dagana.“ Hávær umræða um mögulegt framboð Nadine hefur átt sér stað að undanförnu. Sérstaklega eftir að rekstur Play fór í þrot en þar starfaði Nadine sem forstöðumaður samskipta og markaðssviðs. Áður starfaði hún sem fréttamaður á Stöð 2 (Nú Sýn), Vísi og Bylgjunni. Eins og frægt er er Nadine gift Snorra Mássyni, varaformanni og þingmanni Miðflokksins, sem starfaði einnig sem fréttamaður hjá Stöð 2 á árum áður. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, sem gera hlaðvarpið Komið gott, hafa meðal annarra haldið því fram að Nadine ætli sér að verða oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Nadine segir umræðuna um framboð hennar byggja á draumi Ólafar. Hún eigi einhvern þátt í þessum orðrómi. „Ég tek reyndar fram að það þarf engan sérfræðing til að sjá að staða Miðflokksins í borginni er sérstaklega góð, að mælast næstum með tvo borgarfulltrúa inni án þess að hafa kynnt lista,“ segir Nadine. „Ég var reyndar aðeins að grínast um að háu mælingarnar væru orðróminum um mitt framboð að þakka. Ég hef samt hugboð um að listarnir þegar þeir verða kynntir muni koma flokknum á enn meiri siglingu. Þetta er afskaplega spennandi.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. 21. október 2025 12:00 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Miðflokkurinn rýkur upp Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu. 21. október 2025 12:00