Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar 23. október 2025 12:30 Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Tómasson Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Pyrros var öflugur grískur herforingi sem átti í baráttu við Rómverja um 300 árum fyrir okkar tímatal. Þegar bókhaldið var gert upp eftir einn sigurinn á hann að hafa sagt að hann þyldi ekki fleiri svona sigra. Sigurinn var of dýrkeyptur. Svona sigrar hafa verið margir í sögunni og er oft svo í nútímanum, til dæmis í dómsmálum. Nýlega gekk dómur um útlán banka í dómskerfi landsins. Niðurstaðan er furðuleg og sé þetta sigur er ljóst að hann er mjög dýrkeyptur. Mér skilst að í dómnum sé eitthvað sagt um stýrivexti seðlabanka sem er fráleitt eina eðlilega viðmiðið. Í daglegu tali er oft rætt um banka sem sérstaka óvini og gefið í skyn að þeir séu að leika sér að því að fara illa með viðskiptavini. Þetta er alveg fráleitt viðhorf þó því sé fjarri að bankar séu einhverjir guðir. Bankar eru þjónustu fyrirtæki sem vilja trygga viðskiptavini sem koma aftur og aftur. Til að svo sé þarf verðlagning þjónustu að vera rétt. Starfsemi banka er að miklu leyti miðlunarstarf, svipað og fasteignasalar. Bankar miðla lausafé og greiðslum og þurfa að verðleggja þá þjónustu. Vextir eru verð á tíma og trausti og fráleitt að miðlarar ákvarði þá. Miðlararnir verða taka þeim vöxtum sem markaðurinn skammtar þeim. Í einföldustu mynd þá er gefið út skuldabréf á markaði með einhverju skilmálum. Það þarf að borga vexti, afborganir og þóknun til miðlarans. Í hinum stóra heimi eru til miðlarar sem ekki taka stöðu í skuldabréfunum, þ.e. þeir braska ekki sjálfir með skuldabréfin. Skilaboð þeirra til viðskiptavina eru: Við snertum ekki skilmála skuldabréfsins, þú bara gerir eins og skilmálarnir segja og borgar okkur þóknun fyrir miðlunina. Þóknunin breytist oft þó skilmálar skuldabréfsins geri það ekki. Er þetta besta leiðin? Sumir telja að hægt sé að gera betur með því að láta miðlarann leggja fram eigin fé og láta síðan miðlarann braska með summuna. Hugmyndin er að færni braskarans skili sér í betri viðskiptakjörum. Bankar eiga oft enga (nánast) peninga. Þeir miðla annarra peningum. Bankarnir borga ekki bankaskattinn. Það eru viðskiptavinirnir sem borga hann í gegnum þjónustuna. Eftir dóma hæstaréttar þarf her manns á háu kaupi, lögfræðinga og reiknimeistara, til að fara yfir gamla samninga. Það er ljóst að sú yfirferð er ekki ókeypis og viðskiptavinirnir borga hana. Nýlegur dómur veldur hökti í miðluninni sem skaðar marga. Fasteignasalar, seljendur og kaupendur finna strax fyrir þessu en á endanum lendir allt samfélagið í þessu. Sé dómur hæstaréttar í samræmi við lög þarf að breyta lögunum sem fyrst. Stýrivextir eru ekki algilt viðmið. Neytendur og samfélagið þurfa ekki fleiri sigra af þessari gerð. Helgi Tómasson, prófessor emeritus í hagrannsóknum og tölfræði
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar