Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 13:00 Leikmenn íslenska landsliðsins héldu fyrir merki Rapyd þegar þær mættu Ísrael í vor og er fyrirtækið ekki lengur styrktaraðili HSÍ. Leikmenn spænska landsliðsins límdu vatnsmelónur á skó sína til að sýna stuðning við Palestínu. Samsett Leikmenn spænska kvennalandsliðsins í handbolta sýndu í verki, líkt og Íslendingar fyrr á þessu ári, að þær hefðu engan áhuga á að spila handboltaleik við Ísrael á meðan að Ísraelar stunduðu þjóðarmorð á Gaza. Á meðan að stóru alþjóðlegu íþróttasamböndin stöðva ekki þátttöku Ísraels geta lið átt á hættu að vera vísað úr keppni ef þau sniðganga leiki við þjóðina. Þannig spilaði íslenska kvennalandsliðið við Ísrael um sæti á HM síðasta vor og vann stórsigur í því einvígi sem veldur því að Ísland verður með á HM í lok næsta mánaðar. Í yfirlýsingu eftir einvígið hvöttu íslensku stelpurnar íþróttayfirvöld til að endurskoða afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum. Liðið hefði aðeins spilað leikina til að tryggja að fáni Íslands yrði á HM en ekki fáni Ísraels. Leikmenn spænska kvennalandsliðsins sendu einnig frá sér yfirlýsingu fyrir 38-22 stórsigurinn gegn Ísrael í undankeppni EM um helgina. Sá leikur fór, eins og leikir Íslands og Ísraels, fram fyrir luktum dyrum, í Bratislava. Í yfirlýsingunni sögðu þær ómögulegt fyrir sig að líta framhjá þeirri staðreynd að verið væri að myrða saklausa borgara á hverjum degi, á meðan að þær ættu svo að spila handbolta við Ísrael. Sögðust þær standa með palestínsku þjóðinni sem nú hefði mátt þola það að líf 68.000 manns hefðu verið eyðilögð. „Við keppum, já, en okkur stendur ekki á sama.“ Fyrir leikinn hafði þjálfari Spánar, Ambros Martin, einnig sagt: „Það verður erfitt fyrir okkur að spila við þjóð sem virðir öll mannréttindi að vettugi, þar á meðal réttinn til að lifa.“ Í leiknum sjálfum léku leikmenn Spánar með vatnsmelónulímmiða á skóm sínum en vatnsmelóna er tákn um stuðning við palestínsku þjóðina. Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti EM kvenna í handbolta 2026 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Gidsel gefur lítið fyrir tuð Þjóðverja Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Sjá meira
Á meðan að stóru alþjóðlegu íþróttasamböndin stöðva ekki þátttöku Ísraels geta lið átt á hættu að vera vísað úr keppni ef þau sniðganga leiki við þjóðina. Þannig spilaði íslenska kvennalandsliðið við Ísrael um sæti á HM síðasta vor og vann stórsigur í því einvígi sem veldur því að Ísland verður með á HM í lok næsta mánaðar. Í yfirlýsingu eftir einvígið hvöttu íslensku stelpurnar íþróttayfirvöld til að endurskoða afstöðu sína gagnvart þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum. Liðið hefði aðeins spilað leikina til að tryggja að fáni Íslands yrði á HM en ekki fáni Ísraels. Leikmenn spænska kvennalandsliðsins sendu einnig frá sér yfirlýsingu fyrir 38-22 stórsigurinn gegn Ísrael í undankeppni EM um helgina. Sá leikur fór, eins og leikir Íslands og Ísraels, fram fyrir luktum dyrum, í Bratislava. Í yfirlýsingunni sögðu þær ómögulegt fyrir sig að líta framhjá þeirri staðreynd að verið væri að myrða saklausa borgara á hverjum degi, á meðan að þær ættu svo að spila handbolta við Ísrael. Sögðust þær standa með palestínsku þjóðinni sem nú hefði mátt þola það að líf 68.000 manns hefðu verið eyðilögð. „Við keppum, já, en okkur stendur ekki á sama.“ Fyrir leikinn hafði þjálfari Spánar, Ambros Martin, einnig sagt: „Það verður erfitt fyrir okkur að spila við þjóð sem virðir öll mannréttindi að vettugi, þar á meðal réttinn til að lifa.“ Í leiknum sjálfum léku leikmenn Spánar með vatnsmelónulímmiða á skóm sínum en vatnsmelóna er tákn um stuðning við palestínsku þjóðina.
Átök í Ísrael og Palestínu Handbolti EM kvenna í handbolta 2026 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Gidsel gefur lítið fyrir tuð Þjóðverja Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Sjá meira