Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar 23. október 2025 13:32 Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í ár fögnum við fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins sem eru stór tímamót í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi. Við megum svo sannarlega vera stolt af því hve langt við höfum náð. Konur leiða nú ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, forsetaembættið og kirkjuna og fleiri embætti. Þessir sigrar segja þó ekki alla söguna. Því þrátt fyrir þessa sigra eru enn greinileg merki þess að konur hafi ekki nærri því náð fullum jöfnuði á vinnumarkaði. Launamunur er enn til staðar, konur eru færri í framkvæmdastjórnum, fá minna fjármagn í frumkvöðlastarfi og eru sjaldnar í lykilhlutverkum í atvinnulífinu. Við höfum sannarlega fengið sæti við borðið en sætin okkar eru of fá. Konur sem sitja við borðið í dag bera mikla ábyrgð og þær hafa val. Þær geta valið að nota áhrif sín til að fjölga röddum, skapa rými og opna dyr fyrir aðrar konur. Sjálf hef ég tekið upp þann sið að segja alltaf já þegar mér er boðið að tala á opinberum vettvangi en jafnframt að stinga upp á annarri konu með mér eða í staðinn fyrir mig ef svo ber undir að ég komist ekki. Það eru ótal margar leiðir til að lyfta konum upp. Það er hægt að stinga upp á konum þegar leitað er að sérfræðingi, stjórnarmanni eða ræðumanni og deila sviðinu og nota athygli sína til að draga aðra fram í sviðsljósið. Bjóða ungri konu að fylgja sér á fund eða í verkefni til þess að miðla reynslu eða opna dyr. Mæla með konum opinberlega fyrir verkefni eða stöður í stað þess að hrósa þeim (oftar en ekki í hljóði). Spyrja af hverju engin kona sé boðuð þegar hópurinn við borðið er einsleitur. Og að muna að það sem kann að virðast lítið tækifæri fyrir þig getur verið stórt skref fyrir aðra konu. Ég er alls ekki að firra karlmenn ábyrgð, því jafnrétti er sameiginlegt verkefni okkar allra. En þegar boða þarf breytingar og kveikja nýja bylgju jafnréttis hafa konur sögulega sýnt að þær leiða slíkar byltingar best. Þær vita hvernig það er að þurfa að berjast fyrir plássi og þær vita líka nákvæmlega hvað þarf að gera til skapa það fyrir aðra. Við erum sannarlega mættar en okkur þarf að fjölga í efstu stöðum í atvinnulífinu. Kvennafrídagurinn minnir okkur á að jafnrétti er ekki áfangastaður heldur ferli. Við eigum ekki aðeins að mæta þegar röðin kemur að okkur, heldur verðum við að beita okkur fyrir því að fá fleiri konur við borðið. En þori ég, vil ég, get ég. Já ég þori get og vil. Höfundur er fyrrum stjórnarmaður WomenTechIceland og stjórnarformaður Rafal.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun