Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Siggeir Ævarsson skrifar 23. október 2025 20:53 Jordan Semple og félagar í Grindavík unnu flottan karaktersigur í kvöld. Vísir/Anton Brink Arnór Tristan Helgason tryggði vængbrotnu Grindavíkurliði eins stigs sigur á KR, 77-76, í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík missti DeAndre Kane út fyrir leik og Khalil Shabazz meiddan af velli í fyrri hálfleik en tókst samt að landa sigri. Heimamenn voru án DeAndre Kane í kvöld sem er að glíma við einhver veikindi. Það var alveg ljóst í upphafi að Grindvíkingar þurftu að stilla sóknarleik sinn svolítið upp á nýtt í fjarveru hans en töluverður flumbrugangur var á þeim í byrjun sem KR-ingar nýttu sér til að stela boltanum og skora auðveldar körfur. Gestirnir leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 20-21, en Kristófer Breki skoraði lygilega flautukörfu til að minnka muninn í eitt eftir að hafa stolið innkasti KR-inga með tæpar tvær sekúndur á klukkunni. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust í 22-28 en þá var eins og Grindvíkingar vöknuðu loks, á báðum endum vallarins og staðan í hálfleik 41-42 eftir skrautlega flautukörfu, nú frá KR-ingum. Seinni hálfleikur hélt áfram í svipuðum takti. KR-ingar náðu upp smá forskoti, Grindvíkingar jöfnuðu og komust jafnvel körfu yfir en þá komu KR-ingar með svar en þeir leiddu með sex fyrir lokaátökin, 58-64 og heimamenn í smá brekku þar sem skotin voru engan veginn að detta. KR-ingar virtust mögulega ætla að síga endanlega fram úr í fjórða en Grindvíkingar gáfu ekki upp og komust yfir í stöðunni 72-69 en eins og svo oft í leiknum þá svaraði Aleksa Jugovic með þristi svo að lokamínúturnar voru í járnum. Spennan varð raunar óbærileg í lokin en Arnór Tristan jafnaði í 77-77 með sex sekúndur á klukkunni og kom Grindavík svo stigi yfir úr vítinu. KR fór í lokasókn eftir leikhlé. Mikið klafs í teignum en ekkert dæmt og Grindvíkingar sluppu með sigurinn að lokum. Grindvíkingar því áfram taplausir eftir fjórar umferðir en KR-ingar töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld. Atvik leiksins Tilþrif Arnórs Tristan í lokin eru óneitanlega atvikið sem stendur upp úr þegar upp er staðið. Þá verður einnig að nefna að Khalil Shabazz meiddist í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira eftir það. Grindvíkingar kláruðu leikinn því án tveggja byrjunarliðsmanna og munar um minna. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins án vafa Arnór Tristan Helgason sem endaði með 17 stig og átta fráköst. Þá átti Kristófer Breki einnig góða innkomu af bekknum og skilaði Grindvíkingum tólf stigum, þó öllum í fyrri hálfleik. Hjá KR var Aleksa Jugovic stigahæstur með 21 stig og kom alltaf með svar, gjarnan þrist, þegar Grindvíkingar gerðu sig líklega. KR-ingar verða þó að fá meira frá Þóri Þorbjarnarsyni sem skoraði aðeins eina körfu í kvöld. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Ingi Björn Jónsson dæmdu leikinn í kvöld. Þeir höfðu nóg að gera og komust ágætlega frá því. Gleyptu mögulega flautuna í lokasókn KR-inga, það væri áhugavert að sjá endursýningu á henni. Stemming og umgjörð Vel mætt í HS Orku-höllina í kvöld en ég hefði nú alveg viljað sjá fleiri liðsmenn Stinningskalda og meiri læti frá þessari goðsagnakenndu stuðningssveit. Viðtöl Fleiri viðtöl væntanleg innan stundar Bónus-deild karla UMF Grindavík KR
Arnór Tristan Helgason tryggði vængbrotnu Grindavíkurliði eins stigs sigur á KR, 77-76, í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík missti DeAndre Kane út fyrir leik og Khalil Shabazz meiddan af velli í fyrri hálfleik en tókst samt að landa sigri. Heimamenn voru án DeAndre Kane í kvöld sem er að glíma við einhver veikindi. Það var alveg ljóst í upphafi að Grindvíkingar þurftu að stilla sóknarleik sinn svolítið upp á nýtt í fjarveru hans en töluverður flumbrugangur var á þeim í byrjun sem KR-ingar nýttu sér til að stela boltanum og skora auðveldar körfur. Gestirnir leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 20-21, en Kristófer Breki skoraði lygilega flautukörfu til að minnka muninn í eitt eftir að hafa stolið innkasti KR-inga með tæpar tvær sekúndur á klukkunni. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust í 22-28 en þá var eins og Grindvíkingar vöknuðu loks, á báðum endum vallarins og staðan í hálfleik 41-42 eftir skrautlega flautukörfu, nú frá KR-ingum. Seinni hálfleikur hélt áfram í svipuðum takti. KR-ingar náðu upp smá forskoti, Grindvíkingar jöfnuðu og komust jafnvel körfu yfir en þá komu KR-ingar með svar en þeir leiddu með sex fyrir lokaátökin, 58-64 og heimamenn í smá brekku þar sem skotin voru engan veginn að detta. KR-ingar virtust mögulega ætla að síga endanlega fram úr í fjórða en Grindvíkingar gáfu ekki upp og komust yfir í stöðunni 72-69 en eins og svo oft í leiknum þá svaraði Aleksa Jugovic með þristi svo að lokamínúturnar voru í járnum. Spennan varð raunar óbærileg í lokin en Arnór Tristan jafnaði í 77-77 með sex sekúndur á klukkunni og kom Grindavík svo stigi yfir úr vítinu. KR fór í lokasókn eftir leikhlé. Mikið klafs í teignum en ekkert dæmt og Grindvíkingar sluppu með sigurinn að lokum. Grindvíkingar því áfram taplausir eftir fjórar umferðir en KR-ingar töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld. Atvik leiksins Tilþrif Arnórs Tristan í lokin eru óneitanlega atvikið sem stendur upp úr þegar upp er staðið. Þá verður einnig að nefna að Khalil Shabazz meiddist í öðrum leikhluta og gat ekki spilað meira eftir það. Grindvíkingar kláruðu leikinn því án tveggja byrjunarliðsmanna og munar um minna. Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins án vafa Arnór Tristan Helgason sem endaði með 17 stig og átta fráköst. Þá átti Kristófer Breki einnig góða innkomu af bekknum og skilaði Grindvíkingum tólf stigum, þó öllum í fyrri hálfleik. Hjá KR var Aleksa Jugovic stigahæstur með 21 stig og kom alltaf með svar, gjarnan þrist, þegar Grindvíkingar gerðu sig líklega. KR-ingar verða þó að fá meira frá Þóri Þorbjarnarsyni sem skoraði aðeins eina körfu í kvöld. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Jakob Árni Ísleifsson og Ingi Björn Jónsson dæmdu leikinn í kvöld. Þeir höfðu nóg að gera og komust ágætlega frá því. Gleyptu mögulega flautuna í lokasókn KR-inga, það væri áhugavert að sjá endursýningu á henni. Stemming og umgjörð Vel mætt í HS Orku-höllina í kvöld en ég hefði nú alveg viljað sjá fleiri liðsmenn Stinningskalda og meiri læti frá þessari goðsagnakenndu stuðningssveit. Viðtöl Fleiri viðtöl væntanleg innan stundar