Innlent

Bein út­sending: Um­hverfis­mat vegna Sunda­brautar kynnt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Veglína Sundabrautar, samkvæmt umhverfismatsskýrslu. Við þverun Kleppsvíkur er boðið upp á tvo aðalvalkosti, jarðgöng eða hábrú.
Veglína Sundabrautar, samkvæmt umhverfismatsskýrslu. Við þverun Kleppsvíkur er boðið upp á tvo aðalvalkosti, jarðgöng eða hábrú. Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson

Kynningarfundur Vegagerðarinnar um niðurstöður umhverfismats vegna Sundabrautar hefst klukkan 9 og er áætlað að hann standi í eina og hálfa klukkustund.

Á kynningarfundinum verður farið yfir helstu niðurstöður umhverfismatsins, sem nú er til kynningar hjá Skipulagsstofnun. Aðalvalkostir verða kynntir og fjallað um áhrif þeirra á íbúa og starfsemi í nágrenni Sundabrautar.

Fulltrúar Vegagerðarinnar og verkfræðistofunnar EFLU, sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu, halda erindi. Fundurinn verður táknmálstúlkaður.

Áhorfendur geta sent inn spurningar á www.slido.com en lykilorðið er sundabraut.


Tengdar fréttir

Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut

Ný byggingalönd sem opnast með Sundabraut gætu stækkað höfuðborgarsvæðið um þrjátíu til fjörutíu prósent, að mati eins reyndasta byggingamanns landsins. Spennandi tækifæri sem skapast með Sundabraut eru rædd við Örn Kjærnested, framkvæmdastjóra Byggingafélagsins Bakka.

Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut

Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar.

Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs

Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×