Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar 24. október 2025 09:47 Vesalings bankarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og hafa auk að minnsta kosti þriggja lífeyrissjóða stöðvað tímabundið veitingu verðtryggðra lána og sumir líka óverðtryggðra lána með skilmálum um breytilega vexti í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands um ólögmæti þeirra. Sem betur fer eru þó til afar einfaldar og hagnýtar lausnir á þessum meinta vanda. Fyrir verðtryggðu lánin: ●Stöðvið allar lánveitingar verðtryggðra lána til neytenda, líka með föstum vöxtum. ●Gerið tímabundnu stöðvunina varanlega! Það þarfnast engra frekari aðgerða. ●Bjóðið neytendum með eldri verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð lán og fylgið í þetta sinn lögum með því að setja engin skilyrði um greiðslumat við skuldbreytinguna. Fyrir óverðtryggðu lánin: ●Fylgið lögum og leiðréttið vexti útistandandi óverðtryggðra lána neytenda í þá sem var upphaflega samið um enda eru skilmálarnir um breytingar á þeim ólöglegir. ●Endurgreiðið með dráttarvöxtum alla þegar oftekna vexti umfram samningsvexti! ●Bjóðið neytendum óverðtryggð lán með föstum vöxtum allan lánstímann og hafið þá engar áhyggjur af því að verða gripnir aftur glóðvolgir því það er fullkomlega löglegt. ●Ef þið viljið endilega bjóða neytendum óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, farið þá framvegis eftir ykkar eigin greiðslumati og hækkið ekki vexti á neinu slíku láni umfram það sem þið höfðuð sjálfir reiknað út að rúmaðist innan greiðslugetu lántakandans því þá amast varla neinn yfir vaxtabreytingum innan þeirra marka. Sérlausn vegna fyrstu kaupa: ●Greiðslujöfnun: Til að auðvelda fyrstu kaupendum að standast greiðslumat getur lánið verið afborgunarlaust þannig að eingöngu eru greiddir vextir af því fyrstu 3-5 árin. Að þeim tíma liðnum er greiðslumatið endurnýjað og greiðslubyrðin aðlöguð að því svo að afborganir af höfuðstól hefjist. Þetta er svo endurtekið með jafn löngu millibili á lánstímanum þar til greiðslubyrðin samsvarar því sem nægir til að greiða lánið að endingu niður að fullu. ●Fyrstu kaupendur: Neytendur sem hafa ekki átt eigin íbúð undangengin 5 ár líkt og á við um opinber úrræði vegna fyrstu kaupa. Óverulegur eignarhlutur sem hefur ekki verið keyptur heldur fenginn í arf eða af svipuðum ástæðum telst ekki vera eigin íbúð. Lánveitendum er hjartanlega velkomið að leita ráða hjá Hagsmunasamtökum heimilanna um nánari útfærslur á þessum sem og öðrum lausnum í þágu neytenda á fjármálamarkaði. Heimilin eiga ekki að vera fóður fyrir bankana! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Vesalings bankarnir vita nú ekki sitt rjúkandi ráð og hafa auk að minnsta kosti þriggja lífeyrissjóða stöðvað tímabundið veitingu verðtryggðra lána og sumir líka óverðtryggðra lána með skilmálum um breytilega vexti í kjölfar dóms Hæstaréttar Íslands um ólögmæti þeirra. Sem betur fer eru þó til afar einfaldar og hagnýtar lausnir á þessum meinta vanda. Fyrir verðtryggðu lánin: ●Stöðvið allar lánveitingar verðtryggðra lána til neytenda, líka með föstum vöxtum. ●Gerið tímabundnu stöðvunina varanlega! Það þarfnast engra frekari aðgerða. ●Bjóðið neytendum með eldri verðtryggð lán að breyta þeim í óverðtryggð lán og fylgið í þetta sinn lögum með því að setja engin skilyrði um greiðslumat við skuldbreytinguna. Fyrir óverðtryggðu lánin: ●Fylgið lögum og leiðréttið vexti útistandandi óverðtryggðra lána neytenda í þá sem var upphaflega samið um enda eru skilmálarnir um breytingar á þeim ólöglegir. ●Endurgreiðið með dráttarvöxtum alla þegar oftekna vexti umfram samningsvexti! ●Bjóðið neytendum óverðtryggð lán með föstum vöxtum allan lánstímann og hafið þá engar áhyggjur af því að verða gripnir aftur glóðvolgir því það er fullkomlega löglegt. ●Ef þið viljið endilega bjóða neytendum óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, farið þá framvegis eftir ykkar eigin greiðslumati og hækkið ekki vexti á neinu slíku láni umfram það sem þið höfðuð sjálfir reiknað út að rúmaðist innan greiðslugetu lántakandans því þá amast varla neinn yfir vaxtabreytingum innan þeirra marka. Sérlausn vegna fyrstu kaupa: ●Greiðslujöfnun: Til að auðvelda fyrstu kaupendum að standast greiðslumat getur lánið verið afborgunarlaust þannig að eingöngu eru greiddir vextir af því fyrstu 3-5 árin. Að þeim tíma liðnum er greiðslumatið endurnýjað og greiðslubyrðin aðlöguð að því svo að afborganir af höfuðstól hefjist. Þetta er svo endurtekið með jafn löngu millibili á lánstímanum þar til greiðslubyrðin samsvarar því sem nægir til að greiða lánið að endingu niður að fullu. ●Fyrstu kaupendur: Neytendur sem hafa ekki átt eigin íbúð undangengin 5 ár líkt og á við um opinber úrræði vegna fyrstu kaupa. Óverulegur eignarhlutur sem hefur ekki verið keyptur heldur fenginn í arf eða af svipuðum ástæðum telst ekki vera eigin íbúð. Lánveitendum er hjartanlega velkomið að leita ráða hjá Hagsmunasamtökum heimilanna um nánari útfærslur á þessum sem og öðrum lausnum í þágu neytenda á fjármálamarkaði. Heimilin eiga ekki að vera fóður fyrir bankana! Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun