Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 24. október 2025 14:01 Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun