Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 24. október 2025 14:01 Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar