Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 15:03 Sanae Takaichi á japanska þinginu í morgun. AP/Eugene Hoshiko Sanae Takaichi, fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japans, hélt sína fyrstu stefnuræðu í morgun. Hún hét því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins til muna. Í ræðunni vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og ógnina sem Japönum stafaði frá þeim ríkjum. Ræða forsætisráðherrans snerist annars að mestu um tillögur hennar til að blása auknu lífi í hagkerfi Japans. Það vill hún meðal annars gera með því að fjárfesta í hernaðaruppbyggingu og í senn sporna gegn verðbólgu, sem hún sagði í forgangi. Hún tók við embætti á þriðjudaginn eftir mikla óreiðu innan flokks hennar og afhroð í kosningum, sem leiddi til þess að Takaichi leiðir minnihlutastjórn. Sjá einnig: Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Samkvæmt frétt Japan Times vill hún lækka skuldahlutfall ríkisins en lagði einnig til að nota opinberar fjárfestingar til að hraða hjólum atvinnulífsins. Í ræðu sinni sagði Takaichi að Japanir myndu ná því markmiði að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu á næsta ári, í stað ársins 2027. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum. Sjá einnig: Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Japan á næstu dögum og funda með Takaichi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að hann muni krefjast þess að Japanir verji meira til varnar mála og kaupi hergögn frá Bandaríkjunum. Takaichi sagðist ætla að ræða við Trump um að styrkja samband Bandaríkjanna og Japan enn frekar. Hún sagði einnig að Japanar þyrftu að eiga í uppbyggilegu og stöðugu sambandi við Kína en þar væru ýmis teikn á lofti. Forsætisráðherrann sagði einnig í ræðu sinni að Japanir þyrftu á erlendu vinnuafli að halda, vegna skorts af innfæddum en japanskt samfélag hefur elst verulega á undanförnum árum og fólksfjöldi dregist saman. Hún sagðist þó eingöngu vilja hleypa þeim inn í landið sem samþykktu að fylgja lögum og reglu. Hún sagði það staðreynd að lagabrot og brot sumra útlendinga á reglum Japan hafa valdið óhug meðal íbúa. Ríkisstjórnin myndi bregðast við lagabrotum útlendinga. Opinber tölfræði í Japan sýnir þó, samkvæmt AP, að afbrotum útlendinga þar í landi hefur fækkað á sama tíma og þeim hefur fjölgað töluvert. Japan Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34 Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Ræða forsætisráðherrans snerist annars að mestu um tillögur hennar til að blása auknu lífi í hagkerfi Japans. Það vill hún meðal annars gera með því að fjárfesta í hernaðaruppbyggingu og í senn sporna gegn verðbólgu, sem hún sagði í forgangi. Hún tók við embætti á þriðjudaginn eftir mikla óreiðu innan flokks hennar og afhroð í kosningum, sem leiddi til þess að Takaichi leiðir minnihlutastjórn. Sjá einnig: Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Samkvæmt frétt Japan Times vill hún lækka skuldahlutfall ríkisins en lagði einnig til að nota opinberar fjárfestingar til að hraða hjólum atvinnulífsins. Í ræðu sinni sagði Takaichi að Japanir myndu ná því markmiði að verja tveimur prósentum af landsframleiðslu á næsta ári, í stað ársins 2027. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum. Sjá einnig: Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun heimsækja Japan á næstu dögum og funda með Takaichi. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að hann muni krefjast þess að Japanir verji meira til varnar mála og kaupi hergögn frá Bandaríkjunum. Takaichi sagðist ætla að ræða við Trump um að styrkja samband Bandaríkjanna og Japan enn frekar. Hún sagði einnig að Japanar þyrftu að eiga í uppbyggilegu og stöðugu sambandi við Kína en þar væru ýmis teikn á lofti. Forsætisráðherrann sagði einnig í ræðu sinni að Japanir þyrftu á erlendu vinnuafli að halda, vegna skorts af innfæddum en japanskt samfélag hefur elst verulega á undanförnum árum og fólksfjöldi dregist saman. Hún sagðist þó eingöngu vilja hleypa þeim inn í landið sem samþykktu að fylgja lögum og reglu. Hún sagði það staðreynd að lagabrot og brot sumra útlendinga á reglum Japan hafa valdið óhug meðal íbúa. Ríkisstjórnin myndi bregðast við lagabrotum útlendinga. Opinber tölfræði í Japan sýnir þó, samkvæmt AP, að afbrotum útlendinga þar í landi hefur fækkað á sama tíma og þeim hefur fjölgað töluvert.
Japan Hernaður Tengdar fréttir Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34 Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37 Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7. september 2025 12:34
Drekinn beraði vígtennurnar Kínverjar héldu í morgun stærðarinnar hersýningu í Peking þar sem nýjustu hergögn ríkisins voru opinberuð og mörg þeirra í fyrsta sinn. Þar sýndu ráðamenn í Kína aukinn hernaðarmátt ríkisins. 3. september 2025 14:22
Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. 6. febrúar 2025 15:37
Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Forsvarsmenn sjóhers Bandaríkjanna vinna að því að koma Patriot-loftvarnarkerfum fyrir á herskipum. Er það vegna ótta um að Kínverjar gætu notað ofurhljóðfráar eldflaugar til að sökkva herskipum á Kyrrahafi. 26. október 2024 16:36