Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2025 07:44 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Donald Trump, forseti. AP/Evan Vucci Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna staðfestu í gærkvöldið að þeir hafi samþykkt að taka við 130 milljón dala gjöf frá einkaaðilum, sem nota á til að greiða laun hermanna. Er það eftir að Donald Trump, forseti, sagði „vin“ hafa boðist til að koma til aðstoðar vegna stöðvunar ríkisreksturs Bandaríkjanna. Trump neitaði að nafngreina þennan vin og sagði eingöngu að um föðurlandsvin væri að ræða, sem vildi ekki athygli. Hundrað og þrjátíu milljónir dala samsvara um sextán milljörðum króna. Um töluverða upphæð er að ræða en hún er þó dropi í hafið þegar kemur að því að greiða laun ráðuneytisins, sem hefur rúmlega 1,3 milljónir starfsmanna. Í grein New York Times segir að það að borga laun hermanna með framlögum frá einkaaðilum sé mjög óhefðbundið og mögulega lögbrot, þar sem lög banni alríkisstofnunum að eyða peningum sem þingið hefur ekki samþykkt að sé eytt. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum en stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar neita að semja við Demókrata fyrr en eftir að þeir samþykki bráðabirgðafjárlögin. Forsvarsmenn Demókrataflokksins segjast hins vegar hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þegar greiða þurfti laun hermanna í síðustu viku lét Trump færa um átta milljarða dala úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins sem ætlaðir eru til rannsóknar og þróunarvinnu. Óljóst er, samkvæmt AP fréttaveitunni, hvort það sé enn í boði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Trump neitaði að nafngreina þennan vin og sagði eingöngu að um föðurlandsvin væri að ræða, sem vildi ekki athygli. Hundrað og þrjátíu milljónir dala samsvara um sextán milljörðum króna. Um töluverða upphæð er að ræða en hún er þó dropi í hafið þegar kemur að því að greiða laun ráðuneytisins, sem hefur rúmlega 1,3 milljónir starfsmanna. Í grein New York Times segir að það að borga laun hermanna með framlögum frá einkaaðilum sé mjög óhefðbundið og mögulega lögbrot, þar sem lög banni alríkisstofnunum að eyða peningum sem þingið hefur ekki samþykkt að sé eytt. Reglur ráðuneytisins segja til um að ekki megi taka við gjöfum sem eru hærri en tíu þúsund dalir án aðkomu siðferðissérfræðinga og greiningar á því hvort sá sem er að gefa gjöfina, hafi sérstakan hag af því. Engin lausn á stöðvun í sjónmáli Rekstur alríkis Bandaríkjanna var stöðvaður um síðustu mánaðamót þar sem þingmenn hafa ekki getað samþykkt ný fjárlög. Ekkert bendir til þess að lausn sé á sjóndeildarhringnum en stöðvunin er þegar orðin sú næst lengsta í sögu Bandaríkjanna. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar neita að semja við Demókrata fyrr en eftir að þeir samþykki bráðabirgðafjárlögin. Forsvarsmenn Demókrataflokksins segjast hins vegar hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þegar greiða þurfti laun hermanna í síðustu viku lét Trump færa um átta milljarða dala úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins sem ætlaðir eru til rannsóknar og þróunarvinnu. Óljóst er, samkvæmt AP fréttaveitunni, hvort það sé enn í boði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira