Innlent

Fjöl­margir far­þegar fastir í flug­vélum á Kefla­víkur­flug­velli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikill snjór er á suðvesturhorninu.
Mikill snjór er á suðvesturhorninu. ISavia

Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför.

Á vef Isavia má sjá að frá því á miðnætti hafa aðeins fjórar vélar farið í loftið. Fjöldi véla eru enn á jörðinni en þó hefur hliði verið lokað. Í mörgum tilfellum er búið að fylla vélarnar af fólki. Flugvélar Icelandair sem áttu að fara í loftið klukkan 7:30 í morgun eru nú margar hverjar á áætlun 11:30. Óvíst er hvort sá tími komi til með að standast.

Flest flugin eru enn á áætlun en þó má sjá að til dæmis er búið að færa flug Neos til Tenerife sem átti að fara klukkan níu í morgun til klukkan 23 í kvöld. 

Isavia hvetur ferðalanga til að mæta tímanlega á Keflavíkurflugvöll vegna umferðarerfiðleika á Reykjanesbrautinni sökum snjókomunnar.

Öll nýjustu tíðindi má lesa í vaktinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×