Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar 28. október 2025 13:32 Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Þróunarsamvinna Utanríkismál Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun